Samningaviðræður um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. september 2016 19:00 Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna. Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna.
Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent