Bentley Bentayga fær dísilvélina úr Audi SQ7 Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 10:38 Bentley Bentayga. Bæði Bentley og Audi eru í eigu Volkswagen og þar á bæ er títt að samnýta vélar og ýmsa aðra íhluti milli vörumerkja. Það er einmitt það sem gerist með nýjan jeppa frá Bentley en Bentayga jeppi þeirra mun meðal annars fá V8 dísilvél frá Audi, en hún er einnig í nýju kynslóð Audi SQ7 jeppans. Þessi vél er gríðaröflug og sæmir sér því ágætlega í hinum rándýra Bentayga. Átta strokka dísilvélin frá Audi er 4,0 lítra, 429 hestafla og togar heila 900 Newtonmetra og næst allt það tog á aðeins 1.000 snúningum. Þetta afl dugar Bentayga jeppanum að ná 100 km hraða á aðeins 4,8 sekúndum, en það er alvega sami tími og næst á Audi SQ7 jeppanum með sömu vél. Það sem mestu munar á þessum tveimur jeppum er verð þeirra, en Bentayga jeppinn með Audi vélinni kostar 135.700 pund í Bretlandi, en Audi SQ7 70.970 pund, eða rétt um helmingi minna. Hámarkshraði Bentayga jeppans með þessari dísilvél er 270 km/klst en hámarkshraði Audi SQ7 jeppans er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Bentlay segir að Bentayga með þessari dísilvél sé hraðskreiðasti dísiljeppi í heimi. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
Bæði Bentley og Audi eru í eigu Volkswagen og þar á bæ er títt að samnýta vélar og ýmsa aðra íhluti milli vörumerkja. Það er einmitt það sem gerist með nýjan jeppa frá Bentley en Bentayga jeppi þeirra mun meðal annars fá V8 dísilvél frá Audi, en hún er einnig í nýju kynslóð Audi SQ7 jeppans. Þessi vél er gríðaröflug og sæmir sér því ágætlega í hinum rándýra Bentayga. Átta strokka dísilvélin frá Audi er 4,0 lítra, 429 hestafla og togar heila 900 Newtonmetra og næst allt það tog á aðeins 1.000 snúningum. Þetta afl dugar Bentayga jeppanum að ná 100 km hraða á aðeins 4,8 sekúndum, en það er alvega sami tími og næst á Audi SQ7 jeppanum með sömu vél. Það sem mestu munar á þessum tveimur jeppum er verð þeirra, en Bentayga jeppinn með Audi vélinni kostar 135.700 pund í Bretlandi, en Audi SQ7 70.970 pund, eða rétt um helmingi minna. Hámarkshraði Bentayga jeppans með þessari dísilvél er 270 km/klst en hámarkshraði Audi SQ7 jeppans er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Bentlay segir að Bentayga með þessari dísilvél sé hraðskreiðasti dísiljeppi í heimi.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent