Renault Zoe með 320 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 12:40 Renault Zoe. Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent
Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent