Peningastefna Obama veldur verðhjöðnun Lars Christensen skrifar 21. september 2016 18:30 Þann 29. apríl gaf fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna út skýrslu um „gjaldeyrisstefnu helstu viðskiptalanda Bandaríkjanna“ þar sem birtur er nýr „vöktunarlisti“ til að meta „óréttmætt“ gjaldeyrisverklag helstu viðskiptalanda þeirra. Þessi skýrsla er birt hálfsárslega og byrjaði að koma út þegar fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna var gert skylt að skýra þinginu frá efnahags- og gengisstefnu helstu viðskiptalanda árið 1988 vegna „almennra laga um viðskipti og samkeppnishæfni“. Yfirleitt vekur skýrslan ekki mikla athygli en á þessu ári er kannski meiri ástæða til að veita athygli breytingum á bandarískri „utanríkisstefnu í peningamálum“. Þannig leikur enginn vafi á því að væntanlegar forsetakosningar hafa ýtt bæði Demókrötum og Repúblíkönum í átt til meiri verndarstefnu þar sem sérstaklega Donald Trump sakaði Kína um „gengisfölsun“ og lýsti því yfir að hann væri fylgjandi tollum á kínverskar vörur vegna gjaldeyrisverklags Kínverja.Fimm ríki á „vöktunarlistanum“ Í skýrslunni eru fimm ríki sett á „vöktunarlistann“: Kína, Þýskaland, Japan, Taívan og Suður-Kórea. Listinn er í sjálfu sér frekar undarlegur þar sem, í fyrsta lagi, Þýskaland er í myntbandalagi – evrunni – og getur því varla „átt við“ gengið. Í öðru lagi hafa þrjú af löndunum, Japan, Taívan og Suður-Kórea, fljótandi gengi og því er ekki hægt að segja að þau hagræði genginu þar sem það er fljótandi. Reyndar eru Japan, Taívan og Suður-Kórea öll núna með verðbólgu vel undir tveimur prósentum (sem er verðbólgumarkmið seðlabanka bæði Suður-Kóreu og Japans) og þess vegna eru góð rök fyrir því að öll löndin þrjú ættu að hafa lausbeislaðri peningamálastefnu og þar af leiðandi veikari gjaldmiðla en nú er raunin.Bandaríkin flytja út herta peningamálastefnu Að mínu mati sendir gjaldeyrisskýrslan mjög skýr skilaboð til landanna fimm sem eru á „vöktunarlistanum“ um að Bandaríkin gætu hugsanlega gripið til verndaraðgerða gegn þessum löndum ef þau halda ekki aftur af hugsanlegum gengislækkunum. Það er eitt meiri háttar vandamál við þetta – það neyðir einfaldlega þessi ríki til að hafa stífari peningamálastefnu en annars væri tilfellið ef þau vilja ekki verða fyrir verndaraðgerðum Bandaríkjanna. Stefnan virðist þegar farin að „virka“ – þannig hafa, síðan skýrslan var gefin út, gjaldmiðlar Japans, Suður-Kóreu og Taívans allir styrkst gagnvart bandaríska dollarnum. Útkoman er því miður sú að Bandaríkjunum „gengur vel“ að flytja út hertari peningamálastefnu, sem mun hafa þær afleiðingar að tilhneigingin til verðhjöðnunar í heimsbúskapnum, sem er sterk fyrir, mun styrkjast og sennilega minnka hagvöxt um allan heim. Gjaldeyrisskýrsla fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna er ekkert annað en tæki fyrir bandaríska stjórnmálamenn sem aðhyllast verndarstefnu, sem því miður gerir ekkert fyrir heimsbúskapinn (eða bandaríska hagkerfið) og ef þetta er það sem við fáum frá Obama-stjórninni, sem á víst að aðhyllast frjálsa verslun, ímyndið ykkur þá þann verndarhrylling sem við gætum fengið með ríkisstjórn Trumps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun
Þann 29. apríl gaf fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna út skýrslu um „gjaldeyrisstefnu helstu viðskiptalanda Bandaríkjanna“ þar sem birtur er nýr „vöktunarlisti“ til að meta „óréttmætt“ gjaldeyrisverklag helstu viðskiptalanda þeirra. Þessi skýrsla er birt hálfsárslega og byrjaði að koma út þegar fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna var gert skylt að skýra þinginu frá efnahags- og gengisstefnu helstu viðskiptalanda árið 1988 vegna „almennra laga um viðskipti og samkeppnishæfni“. Yfirleitt vekur skýrslan ekki mikla athygli en á þessu ári er kannski meiri ástæða til að veita athygli breytingum á bandarískri „utanríkisstefnu í peningamálum“. Þannig leikur enginn vafi á því að væntanlegar forsetakosningar hafa ýtt bæði Demókrötum og Repúblíkönum í átt til meiri verndarstefnu þar sem sérstaklega Donald Trump sakaði Kína um „gengisfölsun“ og lýsti því yfir að hann væri fylgjandi tollum á kínverskar vörur vegna gjaldeyrisverklags Kínverja.Fimm ríki á „vöktunarlistanum“ Í skýrslunni eru fimm ríki sett á „vöktunarlistann“: Kína, Þýskaland, Japan, Taívan og Suður-Kórea. Listinn er í sjálfu sér frekar undarlegur þar sem, í fyrsta lagi, Þýskaland er í myntbandalagi – evrunni – og getur því varla „átt við“ gengið. Í öðru lagi hafa þrjú af löndunum, Japan, Taívan og Suður-Kórea, fljótandi gengi og því er ekki hægt að segja að þau hagræði genginu þar sem það er fljótandi. Reyndar eru Japan, Taívan og Suður-Kórea öll núna með verðbólgu vel undir tveimur prósentum (sem er verðbólgumarkmið seðlabanka bæði Suður-Kóreu og Japans) og þess vegna eru góð rök fyrir því að öll löndin þrjú ættu að hafa lausbeislaðri peningamálastefnu og þar af leiðandi veikari gjaldmiðla en nú er raunin.Bandaríkin flytja út herta peningamálastefnu Að mínu mati sendir gjaldeyrisskýrslan mjög skýr skilaboð til landanna fimm sem eru á „vöktunarlistanum“ um að Bandaríkin gætu hugsanlega gripið til verndaraðgerða gegn þessum löndum ef þau halda ekki aftur af hugsanlegum gengislækkunum. Það er eitt meiri háttar vandamál við þetta – það neyðir einfaldlega þessi ríki til að hafa stífari peningamálastefnu en annars væri tilfellið ef þau vilja ekki verða fyrir verndaraðgerðum Bandaríkjanna. Stefnan virðist þegar farin að „virka“ – þannig hafa, síðan skýrslan var gefin út, gjaldmiðlar Japans, Suður-Kóreu og Taívans allir styrkst gagnvart bandaríska dollarnum. Útkoman er því miður sú að Bandaríkjunum „gengur vel“ að flytja út hertari peningamálastefnu, sem mun hafa þær afleiðingar að tilhneigingin til verðhjöðnunar í heimsbúskapnum, sem er sterk fyrir, mun styrkjast og sennilega minnka hagvöxt um allan heim. Gjaldeyrisskýrsla fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna er ekkert annað en tæki fyrir bandaríska stjórnmálamenn sem aðhyllast verndarstefnu, sem því miður gerir ekkert fyrir heimsbúskapinn (eða bandaríska hagkerfið) og ef þetta er það sem við fáum frá Obama-stjórninni, sem á víst að aðhyllast frjálsa verslun, ímyndið ykkur þá þann verndarhrylling sem við gætum fengið með ríkisstjórn Trumps.