Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 22:34 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun. Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00