Smánarblettur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Í vikunni var fjallað um „nýja tískudópið“ á Litla Hrauni, Spice. Það er ekki í fyrsta sinn sem ákveðin lyf verða vinsæl í fangelsum. Í fyrra sögðum við frá misnotkun meðal fanga á lyfinu Suboxone, en það er notað í viðhaldsmeðferðum fyrir sprautufíkla. Agabrot fanga á Litla-Hrauni vegna fíkniefna- eða lyfjaneyslu voru 34 í júlí, þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum um málið. Til viðbótar voru tæplega fjörutíu agabrot skráð þar sem fangar neituðu að gefa þvagsýni þegar grunur vaknaði um neyslu fíkniefna. Líklegast er að framboðið ráði mestu um hvaða lyf eru efst á vinsældalistum og hvaða tegundir finnast við sýnatökur. En samkvæmt nýlegri rannsókn glíma tæplega sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum við vímuefnavanda. Um sjötíu prósent eiga sögu um slíkan vanda. Gríðarlega hátt hlutfall fanga glímir við ADHD og annars konar geðrænan vanda, sem þarfnast meðferðar. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar eru um 600 talsins, en hjá stofnuninni starfa tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi auk tveggja sérfræðinga á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Þar er pláss fyrir 11 fanga í áfengis- og vímuefnameðferð á meðan á afplánun stendur. Enginn geðlæknir starfar hjá stofnuninni. Ekki þarf sérfræðikunnáttu til að sjá að fleira fagfólks er þörf ef ætlunin er, líkt og markmið stjórnvalda hlýtur að vera, að fá út úr fangelsunum betra fólk en fór þar inn. Endurkoma fanga er stórt samfélagslegt vandamál sem kostar mikla peninga. Um helmingur fanga, sem eru í afplánun í fangelsunum, hafa áður setið inni. Beinn kostnaður við hvern fanga er um níu milljónir króna á ári. Ljóst er því að til mikils er að vinna í þeirri viðleitni að bjóða þeim betrunarvist sem lenda á glapstigu og brjóta af sér. Oftast er um að ræða unga karlmenn. En af hverju náum við ekki utan um vandamálið í svo litlu samfélagi? Með því að skera fjárveitingar á þessu sviði við nögl er verið að spara eyrinn og kasta krónunni. Undirmannað og fjársvelt fangelsiskerfi kemur í bakið á okkur öllum. Þótt vissulega hafi verið þörf á nýju fangelsi á Hólmsheiði, og það verði vonandi tekið í gagnið sem allra fyrst, er ljóst að steinsteypa ein og sér mun litlu breyta um framtíð ungmenna á glapstigum. Þvert á móti þarf að fjárfesta í fólki; fagfólki, kennurum og öðru starfsfólki í fangelsunum. Sálfræðimeðferðir, samtöl, kennsla og vinna. Í fagmannlegu umhverfi á sér stað raunveruleg betrunarvist. Þannig getum við forðað óhamingju fjölda fólks. Ætli við stöndum undir því að kalla fangelsisvist hér á landi betrunarvist? Varla. Í þessum orðum felst enginn áfellisdómur yfir þeim sem starfa í fangelsunum. Þau vinna gott starf í þröngri stöðu. En fjárveitingarvaldið er sinnulaust. Fyrir vikið er fangelsiskerfið smánarblettur á samfélaginu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Í vikunni var fjallað um „nýja tískudópið“ á Litla Hrauni, Spice. Það er ekki í fyrsta sinn sem ákveðin lyf verða vinsæl í fangelsum. Í fyrra sögðum við frá misnotkun meðal fanga á lyfinu Suboxone, en það er notað í viðhaldsmeðferðum fyrir sprautufíkla. Agabrot fanga á Litla-Hrauni vegna fíkniefna- eða lyfjaneyslu voru 34 í júlí, þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum um málið. Til viðbótar voru tæplega fjörutíu agabrot skráð þar sem fangar neituðu að gefa þvagsýni þegar grunur vaknaði um neyslu fíkniefna. Líklegast er að framboðið ráði mestu um hvaða lyf eru efst á vinsældalistum og hvaða tegundir finnast við sýnatökur. En samkvæmt nýlegri rannsókn glíma tæplega sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum við vímuefnavanda. Um sjötíu prósent eiga sögu um slíkan vanda. Gríðarlega hátt hlutfall fanga glímir við ADHD og annars konar geðrænan vanda, sem þarfnast meðferðar. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar eru um 600 talsins, en hjá stofnuninni starfa tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi auk tveggja sérfræðinga á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Þar er pláss fyrir 11 fanga í áfengis- og vímuefnameðferð á meðan á afplánun stendur. Enginn geðlæknir starfar hjá stofnuninni. Ekki þarf sérfræðikunnáttu til að sjá að fleira fagfólks er þörf ef ætlunin er, líkt og markmið stjórnvalda hlýtur að vera, að fá út úr fangelsunum betra fólk en fór þar inn. Endurkoma fanga er stórt samfélagslegt vandamál sem kostar mikla peninga. Um helmingur fanga, sem eru í afplánun í fangelsunum, hafa áður setið inni. Beinn kostnaður við hvern fanga er um níu milljónir króna á ári. Ljóst er því að til mikils er að vinna í þeirri viðleitni að bjóða þeim betrunarvist sem lenda á glapstigu og brjóta af sér. Oftast er um að ræða unga karlmenn. En af hverju náum við ekki utan um vandamálið í svo litlu samfélagi? Með því að skera fjárveitingar á þessu sviði við nögl er verið að spara eyrinn og kasta krónunni. Undirmannað og fjársvelt fangelsiskerfi kemur í bakið á okkur öllum. Þótt vissulega hafi verið þörf á nýju fangelsi á Hólmsheiði, og það verði vonandi tekið í gagnið sem allra fyrst, er ljóst að steinsteypa ein og sér mun litlu breyta um framtíð ungmenna á glapstigum. Þvert á móti þarf að fjárfesta í fólki; fagfólki, kennurum og öðru starfsfólki í fangelsunum. Sálfræðimeðferðir, samtöl, kennsla og vinna. Í fagmannlegu umhverfi á sér stað raunveruleg betrunarvist. Þannig getum við forðað óhamingju fjölda fólks. Ætli við stöndum undir því að kalla fangelsisvist hér á landi betrunarvist? Varla. Í þessum orðum felst enginn áfellisdómur yfir þeim sem starfa í fangelsunum. Þau vinna gott starf í þröngri stöðu. En fjárveitingarvaldið er sinnulaust. Fyrir vikið er fangelsiskerfið smánarblettur á samfélaginu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun