Ólafía missti flugið undir lokin en komst í gegnum niðurskurðinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2016 16:52 vísir/daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Costa del Sol Open-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í dag. Ólafía Þórunn lék annan hringinn í dag á á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins. Hún spilaði á tveimur höggum yfir í gær og er því í heildina á þremur höggum yfir pari eftir 36 holur. Hún fékk fjóra fugla í dag, þar af tvo í röð á tíundu og tólftu holu. Þá var búin búin að fá þrjá skolla og var á einu höggi undir pari en Ólafía missti flugið á síðustu tveimur holunum og fékk skolla á þeim báðum. Ólafía kemst samt í gegnum niðurskurðinn en hún hefði þurft að vera á fimm höggum yfir pari til að verða send heim. Hún er sjö höggum á eftir efstu konu, Azahara Munoz, sem er á sex höggum undir pari. Besti árangur Ólafíu Þórunnar á móti á Evrópumótaröðinni í ár er ellefta sæti á Tipsport Golf Masters mótinu sem fór fram í Tékklandi í júní. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Costa del Sol Open-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í dag. Ólafía Þórunn lék annan hringinn í dag á á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins. Hún spilaði á tveimur höggum yfir í gær og er því í heildina á þremur höggum yfir pari eftir 36 holur. Hún fékk fjóra fugla í dag, þar af tvo í röð á tíundu og tólftu holu. Þá var búin búin að fá þrjá skolla og var á einu höggi undir pari en Ólafía missti flugið á síðustu tveimur holunum og fékk skolla á þeim báðum. Ólafía kemst samt í gegnum niðurskurðinn en hún hefði þurft að vera á fimm höggum yfir pari til að verða send heim. Hún er sjö höggum á eftir efstu konu, Azahara Munoz, sem er á sex höggum undir pari. Besti árangur Ólafíu Þórunnar á móti á Evrópumótaröðinni í ár er ellefta sæti á Tipsport Golf Masters mótinu sem fór fram í Tékklandi í júní.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira