Íslenski boltinn

Grindavík komið í Pepsi-deild kvenna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Grindavík á lið í Pepsi-deildum karla og kvenna á næstu leiktíð
Grindavík á lið í Pepsi-deildum karla og kvenna á næstu leiktíð mynd/umfg
Grindavík lagði ÍR 1-0 á heimavelli í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í fótbolta í dag.

Grindavík vann fyrri leikinn á útivelli 2-0 og vann því samanlagt 3-0 og tryggði sér nokkuð örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð.

Lauren Brennan skoraði sigurmarkið í dag á 37. mínútu. Emma Mary Higgins leikmaður Grindavíkur fékk rautt spjald á 60. mínútu en það kom ekki að sök og náði ÍR ekki að ógna forystu Grindavíkur í einvíginu.

Grindavík var í B-riðli fyrstu deildar en ljóst er að bæði liðin sem fara upp í Pepsi-deildina voru í þeim riðli.

Grindavík vann riðilinn með yfirburðum en síðar í kvöld mætast Haukar og Keflavík sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti B-riðils. Grindavík mætir öðru hvoru þeirra liða í úrslitaleik 1. deildar.

ÍR varð í öðru sæti A-riðil og þarf að sætta sig við að leika í 1. deildinni aftur að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×