New York löggan fær 250 Smart ForTwo Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 09:13 Litlir og sætir löggubílar í New York. Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent