Lífið

Tilfinninga-Tómas fór alla leið í Spilakvöldi og vann 150 þúsund krónur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómas Geir Howser, sem margir þekkja ef til vill sem Tilfinninga-Tómas, tók þátt í Spilakvöld á Stöð 2 á laugardaginn.

Um er að ræða spilaþátt þar sem keppendur spreyta sig í allskonar leikjum. Í hverju liði eru fjórir aðilar og einn af þeim er liðstjóri sem getur unnið allt að 150.000 krónur ef hann stendur sig vel í lokaþrautinni.

Tómas valdi leikarann Hannes Óla Ágústsson til að fara með sér í gegnum síðustu þrautina en þá er keppt í leiknum Hvað heitir þú?

Þar átti Hannes að segja honum frá þekktum persónum og Tómas varð að giska á rétt svar. Hann gerði sér lítið fyrir og fór alla leið, svaraði tíu réttum spurningum og vann þar að leiðandi 150.000 krónur eins og sjá má hér að ofan. Tómas sló í leiðinni met en enn voru um þrjátíu sekúndur eftir af tímanum þegar hann var búinn að svara tíu spurningum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.