Úr gríninu í alvöruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 29. september 2016 09:30 Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fer með hlutverk í spennumyndinni Grimmd. Hér er hún ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur. Vísir/GVA „Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið.Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. fréttablaðið/gva„Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknaðinum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfskonu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlaðborð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislustjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið.Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. fréttablaðið/gva„Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknaðinum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfskonu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlaðborð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislustjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira