Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 10:30 Danny Willett á æfingu í gær. vísir/getty Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. Peter Willett skrifaði grein þar sem hann fer ófögrum orðum um bandaríska golfstuðningsmenn. Greinin var skrifuð í golfblað og er af harkalegri gerðinni. Þar segir Peter að evrópska Ryder-liðið þurfi að þagga niður í þessum óþroskaða skríl sem bandarísku stuðningsmennirnir séu. „Það þarf að rústa þessum pirrandi pöbbum með sitt Colgate-bros, Lego-hár, lyfjuðu eiginkonum og óþolandi börnum,“ skrifaði Peter Willett. Fast skotið. Hann var þó ekki hættur að móðga Bandaríkjamennina þarna því hann kallaði þá líka feita, heimska, gráðuga og sagði að þeir kunnu sig ekki. Danny Willett er að fara að keppa á sínum fyrsta Ryder og bróðir hans kom honum í erfiða stöðu með þessu. „Ég biðst afsökunar á þessu. Þetta eru hvorki mínar skoðanir né liðsins,“ sagði Danny sem hefur líklega hringt í bróður sinn í kjölfarið og urðað yfir hann. Ryder-bikarinn verður settur í kvöld í beinni útsendingu á Golfstöðinni og keppni hefst svo í hádeginu á morgun. Golf Tengdar fréttir Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhugamönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. 29. september 2016 06:00 Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. 28. september 2016 11:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. Peter Willett skrifaði grein þar sem hann fer ófögrum orðum um bandaríska golfstuðningsmenn. Greinin var skrifuð í golfblað og er af harkalegri gerðinni. Þar segir Peter að evrópska Ryder-liðið þurfi að þagga niður í þessum óþroskaða skríl sem bandarísku stuðningsmennirnir séu. „Það þarf að rústa þessum pirrandi pöbbum með sitt Colgate-bros, Lego-hár, lyfjuðu eiginkonum og óþolandi börnum,“ skrifaði Peter Willett. Fast skotið. Hann var þó ekki hættur að móðga Bandaríkjamennina þarna því hann kallaði þá líka feita, heimska, gráðuga og sagði að þeir kunnu sig ekki. Danny Willett er að fara að keppa á sínum fyrsta Ryder og bróðir hans kom honum í erfiða stöðu með þessu. „Ég biðst afsökunar á þessu. Þetta eru hvorki mínar skoðanir né liðsins,“ sagði Danny sem hefur líklega hringt í bróður sinn í kjölfarið og urðað yfir hann. Ryder-bikarinn verður settur í kvöld í beinni útsendingu á Golfstöðinni og keppni hefst svo í hádeginu á morgun.
Golf Tengdar fréttir Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhugamönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. 29. september 2016 06:00 Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. 28. september 2016 11:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Það er þjóðhátíð fram undan hjá golfáhugamönnum þar sem Ryder-bikarinn hefst á morgun. Evrópa hefur unnið þrjú síðustu mót og Bandaríkjamenn ætla að vinna bikarinn til baka á heimavelli. 29. september 2016 06:00
Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. 28. september 2016 11:30