Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 13:00 Willett gæti þurft að líta ótt og títt yfir öxlina á sér. vísir/getty Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. Peter hraunaði hraustlega yfir bandaríska stuðningsmenn í ævintýralegum pistli. Kallaði þá öllum illum nöfnum og Danny varð að biðjast afsökunar á orðum bróðurins.Sjá einnig: Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Skotinn Colin Montgomerie segir að afsökunarbeiðnin muni hrökkva skammt og Willett eigi að undirbúa sig fyrir allt er keppnin um Ryder-bikarinn hefst á morgun. „Hvernig í ósköpunum datt honum í hug að þetta myndi hjálpa Danny eða evrópska liðinu að vinna Ryder-bikarinn?“ spyr Montgomerie. „Þetta er alveg glórulaust. Hann hefur greinilega ekki hugmynd um hvernig það verður fyrir bróður hans að spila í Bandaríkjunum á þessu móti. Danny verður jarðaður Áhorfendur eru grimmir og verða enn grimmari núna. Það verða læti og áhorfendur æstari en áður. Þetta kveikir í bandaríska liðinu og það viljum við ekki. Það var allt rangt við þennan pistil.“ Ryder-bikarinn hefst í hádeginu á morgun og verður í beinni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. Peter hraunaði hraustlega yfir bandaríska stuðningsmenn í ævintýralegum pistli. Kallaði þá öllum illum nöfnum og Danny varð að biðjast afsökunar á orðum bróðurins.Sjá einnig: Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Skotinn Colin Montgomerie segir að afsökunarbeiðnin muni hrökkva skammt og Willett eigi að undirbúa sig fyrir allt er keppnin um Ryder-bikarinn hefst á morgun. „Hvernig í ósköpunum datt honum í hug að þetta myndi hjálpa Danny eða evrópska liðinu að vinna Ryder-bikarinn?“ spyr Montgomerie. „Þetta er alveg glórulaust. Hann hefur greinilega ekki hugmynd um hvernig það verður fyrir bróður hans að spila í Bandaríkjunum á þessu móti. Danny verður jarðaður Áhorfendur eru grimmir og verða enn grimmari núna. Það verða læti og áhorfendur æstari en áður. Þetta kveikir í bandaríska liðinu og það viljum við ekki. Það var allt rangt við þennan pistil.“ Ryder-bikarinn hefst í hádeginu á morgun og verður í beinni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira