Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 15:50 Valdís með klútinn eftir tónleikana í gær. „Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
„Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04