Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 19:45 Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira