Hanna Katrín leiðir Viðreisn í Reykjavík suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:03 Hanna Katrín Friðriksson. Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23
Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12