Ford F-150 með Land Rover dísilvél Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 09:40 Mynd sem náðist í prufum á Ford F-150 með dísilvél. Ford er nú að undirbúa andlitslyftingu fyrir 2018 árgerðina af söluhæsta bíl sínum, pallbílnum Ford F-150. Meðal nýjunga sem í boði verða frá og með þessari árgerð verður dísilvél og það ekki úr smiðju Ford heldur Jaguar Land Rover. Þessi vél er 3,0 lítra V6 og skilar 254 hestöflum og 595 Nm togi. Það er nokkru meira en er í samkeppnisbílnum Ram EcoDiesel, en sá bíll er með 240 hestafla dísilvél með 570 Nm togi, en auk þess er sá bíll miklu þyngri. Ástæða þess er að hann er smíðaður úr stáli, en Ford F-150 úr áli að mestu leiti. Í þessum nýja Ford F-150 með dísilvél á að vera start-stop tækni til að stuðla að enn minni eyðslu bílsins og hann verður búinn 10 gíra sjálfskiptingunni sem Ford þróaði með General Motors. Nú þegar Ford F-150 er framleiddur úr áli og kominn með sparneytna dísilvél og 10 gíra sjálfskiptingu er líklega kominn eyðslugrennsti stóri pallbíll heims. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Ford er nú að undirbúa andlitslyftingu fyrir 2018 árgerðina af söluhæsta bíl sínum, pallbílnum Ford F-150. Meðal nýjunga sem í boði verða frá og með þessari árgerð verður dísilvél og það ekki úr smiðju Ford heldur Jaguar Land Rover. Þessi vél er 3,0 lítra V6 og skilar 254 hestöflum og 595 Nm togi. Það er nokkru meira en er í samkeppnisbílnum Ram EcoDiesel, en sá bíll er með 240 hestafla dísilvél með 570 Nm togi, en auk þess er sá bíll miklu þyngri. Ástæða þess er að hann er smíðaður úr stáli, en Ford F-150 úr áli að mestu leiti. Í þessum nýja Ford F-150 með dísilvél á að vera start-stop tækni til að stuðla að enn minni eyðslu bílsins og hann verður búinn 10 gíra sjálfskiptingunni sem Ford þróaði með General Motors. Nú þegar Ford F-150 er framleiddur úr áli og kominn með sparneytna dísilvél og 10 gíra sjálfskiptingu er líklega kominn eyðslugrennsti stóri pallbíll heims.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent