Í draumaheimi Óttar Guðmundsson skrifar 17. september 2016 07:00 Í febrúarmánuði árið 1930 heimsótti Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, þar sem hann lá veikur í flensu. Erindi læknisins var að skýra sjúklingnum frá þeim grun sínum að hann væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Helgi taldi að Jónas væri ekki lengur í eðlilegum tengslum við raunveruleikann og því bæri honum að segja af sér. Þessi stutta sjúkraheimsókn varð tilefni mikilla pólitískra deilna. Yfirlæknirinn var rekinn úr stöðu sinni og Jónas réð nýjan. Íslenskir geðlæknar hafa æ síðan neitað staðfastlega að tjá sig um geðheilsu framsóknarmanna. Íslenskir stjórnmálamenn veita sjaldan innsýn inn í hugarfylgsni sín, enda segja menn venjulega ekkert nema í samráði við sérstaka almannatengla. Nýleg ummæli fyrrum forsætisráðherra eru þó gleðileg undantekning. Hann fór með himinskautum og opinberaði drauma sína og þrár. Stjórnmálaátök samtímans voru orðin að orrustunni við Waterloo og hann sjálfur umbreyttist í Wellington lávarð. Fylgismenn hans í Framsóknarflokknum voru fótgöngulið Englendinga sem beið komu Napóleons með brugðna byssustingi. Andstæðingurinn virtist vera hið fjölþjóðlega samsæri sem formaður flokksins hefur orðið fyrir, þar sem beitt er hlerunum, njósnum og alls konar bolabrögðum. Heimskapítalisminn, Evrópusambandið og svikulir blaðasnápar reyna að hafa manninn undir en Sigmundur Wellington kemur ósigraður úr hverri raun. Hann gefst aldrei upp þótt skuggalegir skíthælar reyni að drepa hann. Púðurreykur fyllir loftin blá og jakkafataklæddir menn með sólgleraugu elta formanninn á röndum, brjótast inn í tölvuna hans og bjóða uppá bjálkakofafundi. Vonandi meiða óbreyttir framsóknarmenn sig ekki á hvössum byssustingjunum. Hvað ætli Helgi heitinn Tómasson hefði sagt um raunveruleikaskyn þessa framsóknarmanns?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Í febrúarmánuði árið 1930 heimsótti Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, þar sem hann lá veikur í flensu. Erindi læknisins var að skýra sjúklingnum frá þeim grun sínum að hann væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Helgi taldi að Jónas væri ekki lengur í eðlilegum tengslum við raunveruleikann og því bæri honum að segja af sér. Þessi stutta sjúkraheimsókn varð tilefni mikilla pólitískra deilna. Yfirlæknirinn var rekinn úr stöðu sinni og Jónas réð nýjan. Íslenskir geðlæknar hafa æ síðan neitað staðfastlega að tjá sig um geðheilsu framsóknarmanna. Íslenskir stjórnmálamenn veita sjaldan innsýn inn í hugarfylgsni sín, enda segja menn venjulega ekkert nema í samráði við sérstaka almannatengla. Nýleg ummæli fyrrum forsætisráðherra eru þó gleðileg undantekning. Hann fór með himinskautum og opinberaði drauma sína og þrár. Stjórnmálaátök samtímans voru orðin að orrustunni við Waterloo og hann sjálfur umbreyttist í Wellington lávarð. Fylgismenn hans í Framsóknarflokknum voru fótgöngulið Englendinga sem beið komu Napóleons með brugðna byssustingi. Andstæðingurinn virtist vera hið fjölþjóðlega samsæri sem formaður flokksins hefur orðið fyrir, þar sem beitt er hlerunum, njósnum og alls konar bolabrögðum. Heimskapítalisminn, Evrópusambandið og svikulir blaðasnápar reyna að hafa manninn undir en Sigmundur Wellington kemur ósigraður úr hverri raun. Hann gefst aldrei upp þótt skuggalegir skíthælar reyni að drepa hann. Púðurreykur fyllir loftin blá og jakkafataklæddir menn með sólgleraugu elta formanninn á röndum, brjótast inn í tölvuna hans og bjóða uppá bjálkakofafundi. Vonandi meiða óbreyttir framsóknarmenn sig ekki á hvössum byssustingjunum. Hvað ætli Helgi heitinn Tómasson hefði sagt um raunveruleikaskyn þessa framsóknarmanns?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun