Skip eyðimerkurinnar Stefán Pálsson skrifar 18. september 2016 10:00 Dálæti ferðafólks á skiltum þessum er slíkt að yfirvöld kveinka sér yfir að þeim sé stolið í stórum stíl á ári hverju með tilheyrandi kostnaði við endurnýjun. Mynd/Aðsend Eitt vinsælasta myndefni ferðalanga í Ástralíu eru skilti. Nánar tiltekið skilti sem ætlað er að vara vegfarendur við úlföldum. Skemmtilegast þykir þegar skiltið er innan um önnur slík sem vekja athygli á dýrum sem þykja einkennandi fyrir ástralska náttúru, svo sem kengúrum eða vömbum. Dálæti ferðafólks á skiltum þessum er slíkt að yfirvöld kveinka sér yfir að þeim sé stolið í stórum stíl á ári hverju með tilheyrandi kostnaði við endurnýjun. Ástæða þessa er sú staðreynd að í hugum flestra eru úlfaldar bundnir við sandeyðimerkur Norður-Afríku eða Arabíuskagann. Í raun eru skepnur þessar þó útbreiddar. Úlfalda má finna víða á meginlandi Asíu, þar á meðal í Síberíu. Afrísku úlfaldarnir teygja sig vel suður fyrir Sahara og ekki má gleyma lamadýrinu í Suður-Ameríku, sem er náskyldur ættingi kamelsins og drómedarans. Fyrsti úlfaldinn var fluttur til Ástralíu árið 1840. Ætlunin var að kanna hvort dýrið hentaði til flutninga og langra ferðalaga um áströlsku eyðimörkina, en úlfaldar eru kunnir fyrir úthald sitt og að geta þraukað lengi vatnslausir á göngu. Tilraunin gaf góða raun og á næstu áratugum komu Ástralar sér upp dágóðum úlfaldahjörðum. Lagning þjóðvega og tilkoma vélknúinna ökutækja gerðu úlfaldana óþarfa sem burðardýr á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Úlfaldaeigendur losuðu sig þá við dýr sín. Sumir slátruðu þeim, en aðrir slepptu dýrunum einfaldlega lausum. Þau dýr mynduðu grunninn að ástralska villiúlfaldastofninum. Stofninn óx óhindrað og um síðustu aldamót lýstu vísindamenn því yfir að tala mætti um úlfaldaplágu og ef ekki yrði gripið í taumana myndi fjöldi dýranna tvöfaldast á hverjum áratug. Í kjölfarið var ráðist í stórfellda grisjun og stofnstærðinni komið niður í 300 þúsund dýr. Fjöldi úlfalda er veiddur í Ástralíu á hverju ári og er kjötið selt til Miðausturlanda, einkum Sádi-Arabíu, sem vekur einatt kátínu gárunga. En ekki mátti miklu muna að úlfaldar næðu einnig að nema land í Norður-Ameríku með aðstoð mannsins. Óheppni, tilviljanir og pólitík réðu líklega einna mestu um að slíkar tilraunir fóru út um þúfur. Sú saga er öll hin fróðlegasta.Skraufþurrar eyðimerkur Þeirri hugmynd að úlfaldar gætu reynst nytsamlegar skepnur í Bandaríkjunum var fyrst hreyft um svipað leyti og dýrin voru fyrst flutt til Ástralíu. Styrjöld Bandaríkjanna og Mexíkó 1846-8 lauk með algjörum sigri þeirra fyrrnefndu og miklum landvinningum. Hið nýja landsvæði þurfti að verja og tryggja samgöngur við erfiðar aðstæður sem kallaði á nýjar lausnir. Gullæði sem braust út í Kaliforníu um svipað leyti snarjók líka þörfina fyrir reglubundnar ferðir milli austur- og vesturstrandarinnar. Kúrekamyndir Hollywood hafa dregið upp þá mynd að helsta ógnin við vagnalestaferðir nítjándu aldar hafi verið árásir óvinveittra indíána eða mexíkóskra stigamanna. Stærstu vandamálin voru þó tæknilegs eðlis og snerust meðal annars um að tryggja dráttardýrum – hestum og múlösnum – vatn og fæðu á löngum ferðum, þar á meðal um eyðimerkur. Reisa þurfti net herstöðva til að halda niðri frumbyggjum og nágrönnunum sunnan landamæranna og þær kölluðu á afskaplega kostnaðarsama og mannaflsfreka flutninga, en vegna fámennisins og skorts á vinnuafli voru laun miklu hærri í landnemabyggðum og á vesturströnd Bandaríkjanna en á austurströndinni. Erfiðleikar og kostnaður við samgöngur og vöruflutninga voru að sliga bandaríska herinn og því ekki að undra þótt yfirmenn þar á bæ væru opnir fyrir óvenjulegum lausnum. Áhugamenn um úlfaldahugmyndina bentu á að þeir væru öflug burðardýr og gætu gagnast á leiðum þar sem erfitt væri að finna vatn. Uppástungan var kynnt fyrir fjölda yfirmanna í hernum og ýmsum stjórnmálamönnum. Ýmsir létu sannfærast, þar á meðal ungur þingmaður frá Mississippi, Jefferson Davis. Árið 1853 var Davis skipaður hermálaráðherra og tryggði hann fjármagn í tilraunaverkefni. Sagan af úlfaldaævintýri Bandaríkjahers hefur margoft verið rifjuð upp í bókum og á hvíta tjaldinu og hefur með endursögnum tekið á sig æsilegan og ýktan blæ. Þannig er því oft haldið fram að innan hersins hafi verið starfrækt sérstök úlfaldaherdeild sem sinnt hafi fjölda verkefna um árabil. Veruleikinn er nokkuð hófstilltari.Úlfaldar í Texas Fulltrúar hersins héldu til Miðjarðarhafsins og viðuðu að sér úlföldum frá ýmsum stöðum í Norður-Afríku, Möltu, Grikklandi og Tyrklandi. Dýrin voru 33 talsins og af báðum kynjum. Í leiðinni voru nokkrir úlfaldahirðar ráðnir til starfa, flestir voru þeir úr gríska þjóðarbrotinu í Tyrklandi. Þegar á hólminn var komið reyndust fæstir þessara manna hafa neina reynslu af úlföldum, heldur sigldu þeir undir fölsku flaggi til að fá tækifæri til að komast til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna. Flestir hurfu sporlaust fljótlega eftir að komið var til Ameríku, en fáeinir lærðu með tímanum að meðhöndla dýrin og urðu jafnvel bærilegir úlfaldahirðar. Þessi handvömm við val á starfsmönnum hafði þó vafalítið áhrif á útkomu tilraunarinnar. Vorið 1856 kom úlfaldasendingin að landi í Texas og árið eftir kom álíka stór dýrahópur til viðbótar. Settur var upp búgarður til að rækta upp stofninn og gera tilraunir með nýtingu dýranna. Þær lofuðu góðu. Úlfaldarnir reyndust miklu þolbetri til burðar en múldýr. Þeir voru líka þægilegri í meðförum, reyndu síður að strjúka en önnur burðardýr og sjaldgæft var að styggð kæmi að hópnum. Að kröfu hersins voru úlfaldarnir notaðir við framkvæmdir sem koma áttu Kaliforníu í vegasamband. Sú ákvörðun var tekin í óþökk verktakans sem fljótlega skipti þó um skoðun og tók ástfóstri við hin nýju burðardýr. Á öðrum sviðum reyndust úlfaldar ekki eins vel. Tilraunir til að nota þá til póstflutninga þóttu misheppnaðar. Styrkur dýranna lá í hægfara flutningum um erfið og vatnslaus svæði, en þau hentuðu illa til hraðferða með póst. Á sama hátt kom í ljós að grýtt landslag fór illa með hófa úlfaldanna, sem vanari voru mjúkum sandi. Sumar heimildir herma einnig að sambúð úlfaldanna og annarra burðardýra hafi ekki verið góð. Úlföldunum hafi ekkert verið um það gefið að deila stíum og húsum með lágvaxnari skepnum og jafnvel ráðist á þær.Stríðið flækist fyrir Þrátt fyrir framansagða vankanta komust stjórnendur hersins að þeirri niðurstöðu að úlfaldar gætu komið að góðu gagni og sparað mikið fé. Þeir fóru því þess á leit við þingið að fá að flytja inn allt að þúsund dýr og byggja upp tilheyrandi aðstöðu. Hefði þeirri áætlun verið hrint í framkvæmd má telja afar líklegt að úlfaldar hefðu fest sig í sessi í Bandaríkjunum og orðið hluti af dýraríki heimsálfunnar til þessa dags. En þingmenn voru hikandi og ekki tilbúnir að stökkva strax á svo framúrstefnulega hugmynd. Málið fékkst ekki afgreitt í fyrstu atlögu og senn áttu önnur og brýnni mál eftir að fanga athygli stjórnmálanna. Árið 1861 braust bandaríska borgarastríðið út, þar sem her alríkisstjórnarinnar átti í hatrömmum bardögum við bandalag nokkurra suðurríkja sem lýst höfðu yfir sjálfstæði, einkum vegna deilna um þrælahald. Næstu árin beindist hugur þingmanna og herstjórnenda að stríðinu við Suðurríkin og því hvorki tími né fjármagn til að ráðast í tilraunastarfsemi í samgöngum um eyðimerkursvæðin í suðvestrinu. Þegar stríðinu lauk hafði áhuginn dofnað. Ef til vill má skýra það að nokkru leyti með þeirri staðreynd að Jefferson Davis, hermálaráðherrann sem fyrstur tók úlfaldahugmyndina upp á sína arma, hafði lent hinum megin við víglínuna. Hann var kjörinn forseti Suðurríkjasambandsins og gegndi því embætti meðan á borgarastríðinu stóð. Það hefur því tæplega reynst úlfaldamálinu til framdráttar að vera sérstaklega tengt við hans nafn. Árið 1866, tveimur árum eftir lok borgarastríðsins, lauk úlfaldatilraun hersins endanlega. Nokkrar skepnur höfðu þá ratað í dýragarða víðs vegar um Bandaríkin, en síðustu dýrin voru seld athafnamanni í Texas. Afdrif þeirra eru óljós og misvísandi frásagnir um hvenær síðast sást til úlfaldanna. Árið 1934 dó kameldýrið Topsy í dýragarði í Los Angeles. Topsy var eitt vinsælasta dýrið í garðinum og staðhæfðu stjórnendur hans að úlfaldinn væri síðasti eftirlifandi afkomandi úlfaldanna sem fluttir voru vestur um haf tæpum áttatíu árum fyrr. Þótt herinn missti áhugann á úlföldum, gerðu einstaklingar nokkrar en misheppnaðar tilraunir til að flytja inn þessi tignarlegu burðardýr á seinni hluta nítjándu aldar. Þær mæltust illa fyrir, þar sem hestaeigendur óttuðust að úlfaldarnir myndu fæla hrossin. Leiddi það til þess að í nokkrum ríkjum voru settar reglur til höfuðs aðkomuferfætlingunum. Þannig munu enn í dag vera í gildi lög í Nevada þar sem viku fangelsi liggur við því að ríða á úlfalda um þjóðvegi ríkisins. Ratar sú klausa oft inn á lista háðfugla yfir skringileg lagaákvæði víðs vegar að úr heiminum.Greinin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eitt vinsælasta myndefni ferðalanga í Ástralíu eru skilti. Nánar tiltekið skilti sem ætlað er að vara vegfarendur við úlföldum. Skemmtilegast þykir þegar skiltið er innan um önnur slík sem vekja athygli á dýrum sem þykja einkennandi fyrir ástralska náttúru, svo sem kengúrum eða vömbum. Dálæti ferðafólks á skiltum þessum er slíkt að yfirvöld kveinka sér yfir að þeim sé stolið í stórum stíl á ári hverju með tilheyrandi kostnaði við endurnýjun. Ástæða þessa er sú staðreynd að í hugum flestra eru úlfaldar bundnir við sandeyðimerkur Norður-Afríku eða Arabíuskagann. Í raun eru skepnur þessar þó útbreiddar. Úlfalda má finna víða á meginlandi Asíu, þar á meðal í Síberíu. Afrísku úlfaldarnir teygja sig vel suður fyrir Sahara og ekki má gleyma lamadýrinu í Suður-Ameríku, sem er náskyldur ættingi kamelsins og drómedarans. Fyrsti úlfaldinn var fluttur til Ástralíu árið 1840. Ætlunin var að kanna hvort dýrið hentaði til flutninga og langra ferðalaga um áströlsku eyðimörkina, en úlfaldar eru kunnir fyrir úthald sitt og að geta þraukað lengi vatnslausir á göngu. Tilraunin gaf góða raun og á næstu áratugum komu Ástralar sér upp dágóðum úlfaldahjörðum. Lagning þjóðvega og tilkoma vélknúinna ökutækja gerðu úlfaldana óþarfa sem burðardýr á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Úlfaldaeigendur losuðu sig þá við dýr sín. Sumir slátruðu þeim, en aðrir slepptu dýrunum einfaldlega lausum. Þau dýr mynduðu grunninn að ástralska villiúlfaldastofninum. Stofninn óx óhindrað og um síðustu aldamót lýstu vísindamenn því yfir að tala mætti um úlfaldaplágu og ef ekki yrði gripið í taumana myndi fjöldi dýranna tvöfaldast á hverjum áratug. Í kjölfarið var ráðist í stórfellda grisjun og stofnstærðinni komið niður í 300 þúsund dýr. Fjöldi úlfalda er veiddur í Ástralíu á hverju ári og er kjötið selt til Miðausturlanda, einkum Sádi-Arabíu, sem vekur einatt kátínu gárunga. En ekki mátti miklu muna að úlfaldar næðu einnig að nema land í Norður-Ameríku með aðstoð mannsins. Óheppni, tilviljanir og pólitík réðu líklega einna mestu um að slíkar tilraunir fóru út um þúfur. Sú saga er öll hin fróðlegasta.Skraufþurrar eyðimerkur Þeirri hugmynd að úlfaldar gætu reynst nytsamlegar skepnur í Bandaríkjunum var fyrst hreyft um svipað leyti og dýrin voru fyrst flutt til Ástralíu. Styrjöld Bandaríkjanna og Mexíkó 1846-8 lauk með algjörum sigri þeirra fyrrnefndu og miklum landvinningum. Hið nýja landsvæði þurfti að verja og tryggja samgöngur við erfiðar aðstæður sem kallaði á nýjar lausnir. Gullæði sem braust út í Kaliforníu um svipað leyti snarjók líka þörfina fyrir reglubundnar ferðir milli austur- og vesturstrandarinnar. Kúrekamyndir Hollywood hafa dregið upp þá mynd að helsta ógnin við vagnalestaferðir nítjándu aldar hafi verið árásir óvinveittra indíána eða mexíkóskra stigamanna. Stærstu vandamálin voru þó tæknilegs eðlis og snerust meðal annars um að tryggja dráttardýrum – hestum og múlösnum – vatn og fæðu á löngum ferðum, þar á meðal um eyðimerkur. Reisa þurfti net herstöðva til að halda niðri frumbyggjum og nágrönnunum sunnan landamæranna og þær kölluðu á afskaplega kostnaðarsama og mannaflsfreka flutninga, en vegna fámennisins og skorts á vinnuafli voru laun miklu hærri í landnemabyggðum og á vesturströnd Bandaríkjanna en á austurströndinni. Erfiðleikar og kostnaður við samgöngur og vöruflutninga voru að sliga bandaríska herinn og því ekki að undra þótt yfirmenn þar á bæ væru opnir fyrir óvenjulegum lausnum. Áhugamenn um úlfaldahugmyndina bentu á að þeir væru öflug burðardýr og gætu gagnast á leiðum þar sem erfitt væri að finna vatn. Uppástungan var kynnt fyrir fjölda yfirmanna í hernum og ýmsum stjórnmálamönnum. Ýmsir létu sannfærast, þar á meðal ungur þingmaður frá Mississippi, Jefferson Davis. Árið 1853 var Davis skipaður hermálaráðherra og tryggði hann fjármagn í tilraunaverkefni. Sagan af úlfaldaævintýri Bandaríkjahers hefur margoft verið rifjuð upp í bókum og á hvíta tjaldinu og hefur með endursögnum tekið á sig æsilegan og ýktan blæ. Þannig er því oft haldið fram að innan hersins hafi verið starfrækt sérstök úlfaldaherdeild sem sinnt hafi fjölda verkefna um árabil. Veruleikinn er nokkuð hófstilltari.Úlfaldar í Texas Fulltrúar hersins héldu til Miðjarðarhafsins og viðuðu að sér úlföldum frá ýmsum stöðum í Norður-Afríku, Möltu, Grikklandi og Tyrklandi. Dýrin voru 33 talsins og af báðum kynjum. Í leiðinni voru nokkrir úlfaldahirðar ráðnir til starfa, flestir voru þeir úr gríska þjóðarbrotinu í Tyrklandi. Þegar á hólminn var komið reyndust fæstir þessara manna hafa neina reynslu af úlföldum, heldur sigldu þeir undir fölsku flaggi til að fá tækifæri til að komast til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna. Flestir hurfu sporlaust fljótlega eftir að komið var til Ameríku, en fáeinir lærðu með tímanum að meðhöndla dýrin og urðu jafnvel bærilegir úlfaldahirðar. Þessi handvömm við val á starfsmönnum hafði þó vafalítið áhrif á útkomu tilraunarinnar. Vorið 1856 kom úlfaldasendingin að landi í Texas og árið eftir kom álíka stór dýrahópur til viðbótar. Settur var upp búgarður til að rækta upp stofninn og gera tilraunir með nýtingu dýranna. Þær lofuðu góðu. Úlfaldarnir reyndust miklu þolbetri til burðar en múldýr. Þeir voru líka þægilegri í meðförum, reyndu síður að strjúka en önnur burðardýr og sjaldgæft var að styggð kæmi að hópnum. Að kröfu hersins voru úlfaldarnir notaðir við framkvæmdir sem koma áttu Kaliforníu í vegasamband. Sú ákvörðun var tekin í óþökk verktakans sem fljótlega skipti þó um skoðun og tók ástfóstri við hin nýju burðardýr. Á öðrum sviðum reyndust úlfaldar ekki eins vel. Tilraunir til að nota þá til póstflutninga þóttu misheppnaðar. Styrkur dýranna lá í hægfara flutningum um erfið og vatnslaus svæði, en þau hentuðu illa til hraðferða með póst. Á sama hátt kom í ljós að grýtt landslag fór illa með hófa úlfaldanna, sem vanari voru mjúkum sandi. Sumar heimildir herma einnig að sambúð úlfaldanna og annarra burðardýra hafi ekki verið góð. Úlföldunum hafi ekkert verið um það gefið að deila stíum og húsum með lágvaxnari skepnum og jafnvel ráðist á þær.Stríðið flækist fyrir Þrátt fyrir framansagða vankanta komust stjórnendur hersins að þeirri niðurstöðu að úlfaldar gætu komið að góðu gagni og sparað mikið fé. Þeir fóru því þess á leit við þingið að fá að flytja inn allt að þúsund dýr og byggja upp tilheyrandi aðstöðu. Hefði þeirri áætlun verið hrint í framkvæmd má telja afar líklegt að úlfaldar hefðu fest sig í sessi í Bandaríkjunum og orðið hluti af dýraríki heimsálfunnar til þessa dags. En þingmenn voru hikandi og ekki tilbúnir að stökkva strax á svo framúrstefnulega hugmynd. Málið fékkst ekki afgreitt í fyrstu atlögu og senn áttu önnur og brýnni mál eftir að fanga athygli stjórnmálanna. Árið 1861 braust bandaríska borgarastríðið út, þar sem her alríkisstjórnarinnar átti í hatrömmum bardögum við bandalag nokkurra suðurríkja sem lýst höfðu yfir sjálfstæði, einkum vegna deilna um þrælahald. Næstu árin beindist hugur þingmanna og herstjórnenda að stríðinu við Suðurríkin og því hvorki tími né fjármagn til að ráðast í tilraunastarfsemi í samgöngum um eyðimerkursvæðin í suðvestrinu. Þegar stríðinu lauk hafði áhuginn dofnað. Ef til vill má skýra það að nokkru leyti með þeirri staðreynd að Jefferson Davis, hermálaráðherrann sem fyrstur tók úlfaldahugmyndina upp á sína arma, hafði lent hinum megin við víglínuna. Hann var kjörinn forseti Suðurríkjasambandsins og gegndi því embætti meðan á borgarastríðinu stóð. Það hefur því tæplega reynst úlfaldamálinu til framdráttar að vera sérstaklega tengt við hans nafn. Árið 1866, tveimur árum eftir lok borgarastríðsins, lauk úlfaldatilraun hersins endanlega. Nokkrar skepnur höfðu þá ratað í dýragarða víðs vegar um Bandaríkin, en síðustu dýrin voru seld athafnamanni í Texas. Afdrif þeirra eru óljós og misvísandi frásagnir um hvenær síðast sást til úlfaldanna. Árið 1934 dó kameldýrið Topsy í dýragarði í Los Angeles. Topsy var eitt vinsælasta dýrið í garðinum og staðhæfðu stjórnendur hans að úlfaldinn væri síðasti eftirlifandi afkomandi úlfaldanna sem fluttir voru vestur um haf tæpum áttatíu árum fyrr. Þótt herinn missti áhugann á úlföldum, gerðu einstaklingar nokkrar en misheppnaðar tilraunir til að flytja inn þessi tignarlegu burðardýr á seinni hluta nítjándu aldar. Þær mæltust illa fyrir, þar sem hestaeigendur óttuðust að úlfaldarnir myndu fæla hrossin. Leiddi það til þess að í nokkrum ríkjum voru settar reglur til höfuðs aðkomuferfætlingunum. Þannig munu enn í dag vera í gildi lög í Nevada þar sem viku fangelsi liggur við því að ríða á úlfalda um þjóðvegi ríkisins. Ratar sú klausa oft inn á lista háðfugla yfir skringileg lagaákvæði víðs vegar að úr heiminum.Greinin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira