Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 13:45 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti