Fótbolti

Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu.“

Þetta segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Vísi á æfingu liðsins í Laugardalnum hádeginu.

Stelpurnar eru komnar á EM eftir sigur á Slóvenum á föstudaginn en á morgun klukkan 17.00 mæta þær Skotum í leik upp á sigur í riðlinum. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum ytra sem fór ekki vel í skoska liðið.

Sjá einnig:Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“

„Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun,“ segir Hallbera, en nú ætlar besti leikmaður Skota ekki einu sinni að mæta til leiks.  

„Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum sama hver spilar,“ segir Hallbera.

„Það kemur góð stelpa inn fyrir þennan miðvörð sem dró sig út úr hópnum hjá þeim alveg eins og hjá okkur. Harpa er dottin út en þá stígur bara restin af liðinu hjá okkur upp og ég býst við því sama hjá þeim,“ segir Hallbera Gísladóttir.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×