Reynsluakstur hjá HEKLU gæti endað í háloftunum Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 14:01 Volkswagen Tiguan er nú kominn af nýrri kynslóð. Um helgina hleypir HEKLA skemmtilegri reynsluakstursherferð af stokkunum. Allir sem prufukeyra nýjan bíl hjá HEKLU og umboðsaðilum í september fara í pott þar sem 200.000 kr. gjafabréf til Boston frá Icelandair verður dregið út einu sinni í viku. Vikulega geta því heppnir þátttakendur átt von á óvæntri reisu til menningarborgarinnar fögru. HEKLA hefur upp á að bjóða fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Skoda, Mitsubishi og Volkswagen í öllum stærðum og gerðum. Nýlega leit ný kynslóð sportjeppans Volkswagen Tiguan dagsins ljós sem og CrossPolo sem grófari gerðin af borgarbílnum vinsæla, Volkswagen Polo. Þegar kemur að atvinnubílum hefur HEKLA frumsýnt fjórar gerðir það sem af er ári, Transporter, Caravelle, Multivan og Caddy. Margverðlaunaður Skoda Superb er frumsýningarstjarna ársins hjá Skoda og G-TEC útfærslan af Skoda Octavia sem gengur fyrir metan og bensíni hélt sigurgöngunni áfram. Mitsubishi er með fjölda fjórhjóladrifinna bíla á boðstólum, þar á meðal tengiltvinnbílinn Outlander PHEV sem er hluti af breiðri línu vistvænna bíla hjá HEKLU sem er með yfirburða markaðsstöðu í sölu slíkra bíla með um 67% markaðshlutdeild. Nú þegar býður HEKLA með þrjár gerðir rafbíla, þrjár gerðir bíla sem ganga fyrir metan og bensíni og fjórar gerðir tengiltvinnbíla. Laugardaginn 17. september verður svo fimmti tengiltvinnbíllinn, Audi Q7 e-tron frumsýndur, en hann er fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims. „HEKLA stendur mjög vel að vígi hvað varðar fjölda vörumerkja og tegunda ásamt því að vera leiðandi í sölu á vistvænum bílum sem eru í mikilli sókn. Okkur langar að koma því til skila hversu breitt úrval bíla við bjóðum upp á og finnst því tilvalið að vekja áhugann með skemmtilegum reynsluakstursleik.“ segir Friðbert Friðbertson forstjóri HEKLU. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Um helgina hleypir HEKLA skemmtilegri reynsluakstursherferð af stokkunum. Allir sem prufukeyra nýjan bíl hjá HEKLU og umboðsaðilum í september fara í pott þar sem 200.000 kr. gjafabréf til Boston frá Icelandair verður dregið út einu sinni í viku. Vikulega geta því heppnir þátttakendur átt von á óvæntri reisu til menningarborgarinnar fögru. HEKLA hefur upp á að bjóða fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Skoda, Mitsubishi og Volkswagen í öllum stærðum og gerðum. Nýlega leit ný kynslóð sportjeppans Volkswagen Tiguan dagsins ljós sem og CrossPolo sem grófari gerðin af borgarbílnum vinsæla, Volkswagen Polo. Þegar kemur að atvinnubílum hefur HEKLA frumsýnt fjórar gerðir það sem af er ári, Transporter, Caravelle, Multivan og Caddy. Margverðlaunaður Skoda Superb er frumsýningarstjarna ársins hjá Skoda og G-TEC útfærslan af Skoda Octavia sem gengur fyrir metan og bensíni hélt sigurgöngunni áfram. Mitsubishi er með fjölda fjórhjóladrifinna bíla á boðstólum, þar á meðal tengiltvinnbílinn Outlander PHEV sem er hluti af breiðri línu vistvænna bíla hjá HEKLU sem er með yfirburða markaðsstöðu í sölu slíkra bíla með um 67% markaðshlutdeild. Nú þegar býður HEKLA með þrjár gerðir rafbíla, þrjár gerðir bíla sem ganga fyrir metan og bensíni og fjórar gerðir tengiltvinnbíla. Laugardaginn 17. september verður svo fimmti tengiltvinnbíllinn, Audi Q7 e-tron frumsýndur, en hann er fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims. „HEKLA stendur mjög vel að vígi hvað varðar fjölda vörumerkja og tegunda ásamt því að vera leiðandi í sölu á vistvænum bílum sem eru í mikilli sókn. Okkur langar að koma því til skila hversu breitt úrval bíla við bjóðum upp á og finnst því tilvalið að vekja áhugann með skemmtilegum reynsluakstursleik.“ segir Friðbert Friðbertson forstjóri HEKLU.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent