Mín vinnustofa er reyndar landið allt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2016 10:30 Á sýningunni Vistkerfi lita einbeitir Hildur sér að tengingu við landspilduna sem hún á í Flóanum og áhrifin sem þær hafa hvor á aðra. Vísir/Hanna Stórir jurtalitaðir silkidúkar á léttu svifi, hangandi út um allan sal, og ofin málverk á veggjum mynda sýninguna Vistkerfi lita sem Hildur Bjarnadóttir myndlistarkona opnar á morgun klukkan 16 í vestursal Kjarvalsstaða. Jurtir eins og klófífa, engjarós, lokasjóður, blóðberg, þursaskegg og maríustakkur eiga þar sína tóna. „Í þessum verkum nota ég eingöngu jurtir úr eigin landspildu austur í Flóa til að lita úr, þannig tengist ég sjálf þessum stað í gegnum gróðurinn. Verkin mynda kerfi sem dregur fram mismunandi tilfinningar, upplýsingar og eiginleika staðarins,“ segir Hildur. Hún kveðst hafa fest kaup á skikanum fyrir rúmum þremur árum, ásamt manni sínum, Ólafi Sveini Gíslasyni. „Ólafur er líka myndlistarmaður, við höfum nú byggt okkur vinnustofuhús á landinu. Mín vinnustofa er reyndar landið allt,“ segir hún brosandi og lýsir gagnkvæmum áhrifum hennar og gróðursins. „Ég hef áhrif á gróðurinn með því að girða landið af og friða það fyrir beit og gróðurinn hefur áhrif á það sem ég geri. Samband manns og náttúru er svo margslungið.“ Á veggjunum hanga fínlega mynstruð verk sem Hildur hefur gert í vefstól. „Þetta eru ofin málverk,“ segir hún. „Efnið er hörþráður, litaður með akrýlmálningu, og ullarþráður sem litaður er með jurtum af landinu. Í þessum verkum er markmiðið að hafa aldrei tvo þræði af sömu gerð hlið við hlið, þannig mótast þessir lóðréttu og láréttu litapunktar,“ segir hún og bendir á að í verkunum myndist samspil á milli þessara tveggja ólíku litakerfa, náttúrlegra lita og manngerðra. Hildur ólst upp í Fossvoginum. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Síðan haustið 2013 hefur hún stundað doktorsnám í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, þær síðustu eru Colors of Belonging í Bergen Kjøtt í Noregi 2015, Subjective Systems í Kunstnerforbundet í Osló og Kortlagning lands í Hverfisgalleríi árið 2014. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, þar má meðal annars nefna Your Compound View í Listasafni Reykjavíkur, 2013, Elemental, Havremagasinet í Bodø í Svíþjóð og Carnegie Art Award Exhibition, Stenersens Museum í Osló, 2012-13. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september 2016. Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Stórir jurtalitaðir silkidúkar á léttu svifi, hangandi út um allan sal, og ofin málverk á veggjum mynda sýninguna Vistkerfi lita sem Hildur Bjarnadóttir myndlistarkona opnar á morgun klukkan 16 í vestursal Kjarvalsstaða. Jurtir eins og klófífa, engjarós, lokasjóður, blóðberg, þursaskegg og maríustakkur eiga þar sína tóna. „Í þessum verkum nota ég eingöngu jurtir úr eigin landspildu austur í Flóa til að lita úr, þannig tengist ég sjálf þessum stað í gegnum gróðurinn. Verkin mynda kerfi sem dregur fram mismunandi tilfinningar, upplýsingar og eiginleika staðarins,“ segir Hildur. Hún kveðst hafa fest kaup á skikanum fyrir rúmum þremur árum, ásamt manni sínum, Ólafi Sveini Gíslasyni. „Ólafur er líka myndlistarmaður, við höfum nú byggt okkur vinnustofuhús á landinu. Mín vinnustofa er reyndar landið allt,“ segir hún brosandi og lýsir gagnkvæmum áhrifum hennar og gróðursins. „Ég hef áhrif á gróðurinn með því að girða landið af og friða það fyrir beit og gróðurinn hefur áhrif á það sem ég geri. Samband manns og náttúru er svo margslungið.“ Á veggjunum hanga fínlega mynstruð verk sem Hildur hefur gert í vefstól. „Þetta eru ofin málverk,“ segir hún. „Efnið er hörþráður, litaður með akrýlmálningu, og ullarþráður sem litaður er með jurtum af landinu. Í þessum verkum er markmiðið að hafa aldrei tvo þræði af sömu gerð hlið við hlið, þannig mótast þessir lóðréttu og láréttu litapunktar,“ segir hún og bendir á að í verkunum myndist samspil á milli þessara tveggja ólíku litakerfa, náttúrlegra lita og manngerðra. Hildur ólst upp í Fossvoginum. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Síðan haustið 2013 hefur hún stundað doktorsnám í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, þær síðustu eru Colors of Belonging í Bergen Kjøtt í Noregi 2015, Subjective Systems í Kunstnerforbundet í Osló og Kortlagning lands í Hverfisgalleríi árið 2014. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, þar má meðal annars nefna Your Compound View í Listasafni Reykjavíkur, 2013, Elemental, Havremagasinet í Bodø í Svíþjóð og Carnegie Art Award Exhibition, Stenersens Museum í Osló, 2012-13. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september 2016.
Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp