Nýr rafmagns Porsche á jeppasýningu Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 14:56 Bílabúð Benna slær upp jeppasýningu Porsche á laugardeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að margt verði um flotta gripi. Stjarna sýningarinnar er þó ofurjeppinn Cayenne S í glænýrri rafmagns útgáfu, Platinum Edition. Samkvæmt Thomasi Má Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, hefur þessi Cayenne verið í boði með glæsilegum staðalbúnaði, en nýi Cayenne Platinum Edition er bókstaflega hlaðinn aukabúnaði og býðst auk þess á sérlega hagstæðu verði. Einnig verður kynntur sérstaklega nýr Porsche Macan. Hér er á ferðinni glæný útgáfa, sem búinn er 252 hestafla bensínvél. Jeppasýningin er í Porsche salnum Vagnhöfða 23, og stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag. Allir eru velkomnir. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent
Bílabúð Benna slær upp jeppasýningu Porsche á laugardeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að margt verði um flotta gripi. Stjarna sýningarinnar er þó ofurjeppinn Cayenne S í glænýrri rafmagns útgáfu, Platinum Edition. Samkvæmt Thomasi Má Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, hefur þessi Cayenne verið í boði með glæsilegum staðalbúnaði, en nýi Cayenne Platinum Edition er bókstaflega hlaðinn aukabúnaði og býðst auk þess á sérlega hagstæðu verði. Einnig verður kynntur sérstaklega nýr Porsche Macan. Hér er á ferðinni glæný útgáfa, sem búinn er 252 hestafla bensínvél. Jeppasýningin er í Porsche salnum Vagnhöfða 23, og stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag. Allir eru velkomnir.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent