Guðlaugur Þór sá eini sem ekki hefur numið lögfræði Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 14:38 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir „Ég er miklu frekar hvíti svanurinn. Ég held að það sé miklu betri samlíking,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður í gamansömum tón aðspurður um hvort honum finnst hann vera svarti sauðurinn í hópi þeirra sem röðuðust í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörinu í gær. Bent hefur verið á að Guðlaugur Þór sé sá eini í hópnum sem ekki hafi numið lögfræði, en í átta manna hópnum eru fimm menntaðir lögfræðingar og tveir laganemar. Guðlaugur Þór er stjórnmálafræðingur og hefur setið á þingi síðan 2003. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins og sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi vera mjög ánægð með niðurstöðuna. Sagði hún listann líta afar vel út. „Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólöf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi sem hafnaði í fjórða sæti, sagði í samtali við fréttastofu eftir prófkjörið að ein helsta ástæða þess að hún hafi gefið kost á sér væri að hún vildi að flokkurinn hefði „enn breiðari skírskotun“. Sagði hún flokkinn hiklaust hafa kosið það í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórGuðlaugur er ekki á leið í laganámGuðlaugur Þór segir það minnstu máli skipta hvaða gráðu fólk sé með. „Aðalatriðið er að það hafi fjölbreyttan bakgrunn og ég fæ ekki annað séð en að það eigi við þennan hóp. Það er bæði fólk sem hefur verið í atvinnulífinu og ýmsum öðrum stöðum. Það sem mér finnst áberandi er að það er að koma inn í flokkinn mjög kröftug ung kynslóð. Hún er að láta til sín taka og blandast mjög vel með því fólki sem hefur verið til staðar á undanförnum árum. Mér líst mjög vel á þetta og ég er ekki að fara í laganám. Það er alveg pottþétt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir listann vera góð blanda af fólki með reynslu, körlum og konum, yngri og eldri, það kemur fólk nýtt inn. „Ég fæ ekki betur séð en að um mjög sigurstranglegan lista sé að ræða í báðum kjördæmum.“Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti listans.Vísir/ErnirStutt og snarpt prófkjörÓlöf Nordal innanríkisráðherra náði efsta sæti listans, Guðlaugur Þór annað, Brynjar Níelsson þriðja, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sigríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötta, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson áttunda. Guðlaugur Þór segir prófkjörið sem fram fór í gær hafa verið öðruvísi en oft áður þar sem það hafi verið stutt og snarpt. „Vanalega hefur þetta verið í fleiri vikur og auglýst meira. Þetta var minna um sig að þessu sinni, en málefnalegt og skemmtilegt. Það var góður andi í prófkjörinu.“Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmVeldur óróa og vanlíðan hjá andstæðingunumÞingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem náði þriðja sæti í prófkjörinu, ræðir þær ábendingar sem borist hafa um mikinn fjölda lögfræðimenntaðra á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann að honum sýnist að vel hafi tekist til við uppröðun listans og fjölbreytileikann vera talsverðan, hvort sem litið sé til kynjahlutfalls, starfsreynslu eða aldurs. „Slíkt veldur auðvitað óróa og vanlíðan hjá andstæðingunum. Nú er helst ráðist að listanum vegna þess fjölda sem hefur einhverja lögfræðimenntun. Fremstur í flokki er auðvitað Egill Helgason, sem hefur verið illa haldinn af vanmáttarkennd gagnvart lögfræðingum svo lengi sem ég man. Ef það er til að róa Egill get titlað mig stúdent eða meiraprófsbílstjóra en hvorttveggja náði ég með mikill fyrirhöfn fyrir margt löngu. Það er nú meira en margir lögfræðingar hafa í dag,“ segir Brynjar. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík 989 atkvæði hafa verið talin. 3. september 2016 19:35 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Ég er miklu frekar hvíti svanurinn. Ég held að það sé miklu betri samlíking,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður í gamansömum tón aðspurður um hvort honum finnst hann vera svarti sauðurinn í hópi þeirra sem röðuðust í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörinu í gær. Bent hefur verið á að Guðlaugur Þór sé sá eini í hópnum sem ekki hafi numið lögfræði, en í átta manna hópnum eru fimm menntaðir lögfræðingar og tveir laganemar. Guðlaugur Þór er stjórnmálafræðingur og hefur setið á þingi síðan 2003. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins og sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi vera mjög ánægð með niðurstöðuna. Sagði hún listann líta afar vel út. „Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólöf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi sem hafnaði í fjórða sæti, sagði í samtali við fréttastofu eftir prófkjörið að ein helsta ástæða þess að hún hafi gefið kost á sér væri að hún vildi að flokkurinn hefði „enn breiðari skírskotun“. Sagði hún flokkinn hiklaust hafa kosið það í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórGuðlaugur er ekki á leið í laganámGuðlaugur Þór segir það minnstu máli skipta hvaða gráðu fólk sé með. „Aðalatriðið er að það hafi fjölbreyttan bakgrunn og ég fæ ekki annað séð en að það eigi við þennan hóp. Það er bæði fólk sem hefur verið í atvinnulífinu og ýmsum öðrum stöðum. Það sem mér finnst áberandi er að það er að koma inn í flokkinn mjög kröftug ung kynslóð. Hún er að láta til sín taka og blandast mjög vel með því fólki sem hefur verið til staðar á undanförnum árum. Mér líst mjög vel á þetta og ég er ekki að fara í laganám. Það er alveg pottþétt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir listann vera góð blanda af fólki með reynslu, körlum og konum, yngri og eldri, það kemur fólk nýtt inn. „Ég fæ ekki betur séð en að um mjög sigurstranglegan lista sé að ræða í báðum kjördæmum.“Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti listans.Vísir/ErnirStutt og snarpt prófkjörÓlöf Nordal innanríkisráðherra náði efsta sæti listans, Guðlaugur Þór annað, Brynjar Níelsson þriðja, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sigríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötta, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson áttunda. Guðlaugur Þór segir prófkjörið sem fram fór í gær hafa verið öðruvísi en oft áður þar sem það hafi verið stutt og snarpt. „Vanalega hefur þetta verið í fleiri vikur og auglýst meira. Þetta var minna um sig að þessu sinni, en málefnalegt og skemmtilegt. Það var góður andi í prófkjörinu.“Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmVeldur óróa og vanlíðan hjá andstæðingunumÞingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem náði þriðja sæti í prófkjörinu, ræðir þær ábendingar sem borist hafa um mikinn fjölda lögfræðimenntaðra á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann að honum sýnist að vel hafi tekist til við uppröðun listans og fjölbreytileikann vera talsverðan, hvort sem litið sé til kynjahlutfalls, starfsreynslu eða aldurs. „Slíkt veldur auðvitað óróa og vanlíðan hjá andstæðingunum. Nú er helst ráðist að listanum vegna þess fjölda sem hefur einhverja lögfræðimenntun. Fremstur í flokki er auðvitað Egill Helgason, sem hefur verið illa haldinn af vanmáttarkennd gagnvart lögfræðingum svo lengi sem ég man. Ef það er til að róa Egill get titlað mig stúdent eða meiraprófsbílstjóra en hvorttveggja náði ég með mikill fyrirhöfn fyrir margt löngu. Það er nú meira en margir lögfræðingar hafa í dag,“ segir Brynjar.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík 989 atkvæði hafa verið talin. 3. september 2016 19:35 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira