Ekki rústa öllu á leiðinni út Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. september 2016 07:00 Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar