Neyðarrýming í Kórnum mun taka 7 mínútur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. september 2016 21:00 Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45