Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2016 07:00 Allt líf Gunnlaugs hefur litast af spilafíkn og hann missti algerlega tökin eftir að hann vann Gullpottinn, 4,3 milljónir. Hann tapaði 750 þúsund krónum daginn sem vinningurinn var greiddur út. visir/Anton Brink Lögmaður Guðlaugs Jakobs Karlssonar hefur lagt fram stefnu þar sem farið er fram á bætur til handa Guðlaugi sem nema tæpum 77 milljónum króna í skaðabætur auk 24 milljóna sem Guðlaugur hefur kvittanir fyrir að séu upphæðir sem hann hefur spilað fyrir í spilakössum. Hann segist hafa eytt miklu hærri upphæð en sem því nemur; en 24 milljónir eru sannanlegar. Í stefnunni segir að þeir aðilar sem hafa rekið spilakassa hér árum og áratugum saman hafi verið gert út á fíkn og veikleika. Stefnan er á hendur öllum þeim sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera: Íslenska ríkinu, Íslandsspilum, S.Á.Á., Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Háskóla Íslands og Happdrætti Háskóla Íslands. „Þeir eru með leyfi til reksturs happdrættisvéla sem eru ekki til, hvergi í heiminum. Þetta er ekkert annað en fjárhættuspil,“ segir Guðlaugur. Allir þessir aðilar fara fram á frávísun en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. september. Stefnendur byggja mál sitt á því að rekstur spilakassana standist ekki lög – um sé að ræða ólöglega starfsemi.Sem strákur tók Guðlaugur strætó í Reykjavík frá Hafnarfirði, með fyrstu útborgun sína fyrir blaðaútburð. Beint í spilakassana á BSÍ. Hann labbaði aftur heim -- búinn að tapa öllu.visir/Anton BrinkGuðlaugur segist alveg sannfærður um að hann vinni málið. Hann hefur kynnt sér þetta í þaula, ef ekki fyrir héraðsdómi eða hæstarétti þá örugglega fyrir mannréttindadómsstólnum. Guðlaugur ætlar með þetta mál alla leið. „Það er nokkuð víst. Ólafur Ragnar Grímsson stóð á sínum tíma í pontu Alþingis, þegar þetta mál var til umfjöllunar þar og sagðist styðja þetta þar sem fórnarkostnaður er ásættanlegur miðað við hversu góð málefnin sem hagnaðurinn rennur til eru. En, hver er þessi fórnarkostnaður? Samfélagið má ekki fórna einstaklingnum á forsendum fjöldans. Það eru mannréttindabrot.“Ekkert til sem heitir happadrættisvélarGuðlaugur nefnir að í Noregi sé ríkið nýlega búið að tapa máli gegn Evrópusambandinu, þar eru þeir nú að taka alla kassa niður. Leyfi fyrir rekstri spilakassa á Íslandi fór í gegnum þingið árið 1993, leyfi var veitt fyrir rekstri spilakassa á þeim forsendum að um væri að ræða happdrættisvélar en ekki fjárhættuspil. Guðlaugur segir það algerlega galna skilgreiningu. Spilakassar, eða Slot Machines, eru allstaðar nema á Íslandi taldir eitthvert skæðasta form fjárhættuspila og að sögn Guðlaugs leita þeir spilafíklar sem lengst eru leiddir í þá. Hann segir að leyfisveitingin hafi verið á fölskum forsendum, sagt var að um væri að ræða happadrættisvélar sem ekki leiddu til spilafíknar. Þetta sé hins vegar alrangt.Þeir sem stunda kassana eru lengst leiddir„Til er frétt frá árinu 1993 þar sem þáverandi rektor HÍ stendur í anddyri eins spilasalarins og segir: Þetta er ekkert fjárhættuspil, hér er fólk bara að leika sér.“ Guðlaugi þykir þetta skjóta skökku við af hálfu rektors því í ljós hefur komið að þetta form fjárhættuspils er eitt það mest ánetjandi sem um ræðir. „Þeir sem stunda kassana eru þeir sem lengst eru leiddir.“Guðlaugur segir 95 prósent þeirra sem spila í kössunum vera spilafíkla, flestir mjög sjúkir. Og þeir standa undir miklum hagnaði þeirra sem reka kassana.visir/Anton BrinkGuðlaugur segir það viðurkennt af geðlæknum að spilafíklar leiti sér síður meðferðar en aðrir fíklar. Þeir fyrirfara sér heldur. Sjálfsvíg eru mjög algeng meðal spilafíkla. „Það er miklu meiri skömm að stíga fram sem spilafíkill heldur en að stíga fram sem kókaínfíkill eða alkóhólisti. Og það að hið opinbera skuli nota þetta til fjáröflunar er algerlega út úr korti, stenst ekki nokkra skoðun.“Falinn vandi og mikil skömmÍ ítarlegri stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur meðal annars fram fram að hagnaður Íslandsspila s.f. og Háskóla Íslands hafi farið vaxandi ár frá ári og hafi árið 2014 verið samanlagður 9.001.000.000 króna. Guðlaugur telur víst að 95 prósent þeirra sem spila í kössunum séu langt leiddir spilafíklar. Aðrir fari helst ekki í kassana. Hann áætlar að þeir séu um átta þúsund. „Þetta veit ég eftir fjörutíu ára reynslu af spilamennsku. Spilað er fyrir rúma milljón á klukkutíma, velta er 25 milljónir á dag. Það sem kemur í kassana. Þetta er tap spilafíklanna. Þetta er þungur baggi fyrir ekki fleiri að bera. Þetta er allt okkar veikasta fólk. Rónarnir niðrí bæ, ég þekki þá persónulega, sem hafa komið fram í viðtölum um áfengisvanda sinn... þeirra vandi er fyrst og fremst spilamennskan. Ekki vímuefnaneyslan. Þeir deyfa sársaukann með áfengi.“Spilakassar eru eitt skæðasta form fjárhættuspila og þangað leita þeir sem lengst eru leiddir í spilafíkn. Guðlaugur segir það skjóta skökku við að banna Spilavíti en leyfa þetta.visir/Anton BrinkUm er að ræða mjög falinn vanda og mikla skömm. Birtingarmynd af spilafíkli er grimm, að sögn Guðlaugs. Einu samlíkingar sem má láta sér detta í hug eru af heróínfíkli eða langt gengnum kókaínfíkli. „Þú ert kominn á botninn, alltaf að bjarga þér fyrir næsta skammti. Þetta er miklu stærra vandamál en fram hefur komið.“Gullpotturinn versta sem hann hefur lent íGuðlaugur hefur ákveðið að helga líf sitt baráttunni gegn þessari vá. Hann vill ekki gera sjálfan sig að neinu aðalatriði í þessu máli, þó hann reki það nú fyrir dómsstólum. En, saga hans er öll lituð þessari fíkn. Hann hefur spilað frá barnsaldri, frá því hann var drengur í Hafnarfirði. „Fyrstu minningar mínar í tengslum við þetta eru þær að ég var 10 eða 11 ára gamall, nýbúinn að fá útborgað fyrir blaðaútburð. Ég tók strætó til Reykjavíkur, fór í spilakassana á BSÍ og þurfti að labba til baka. Tapaði öllu þar í spilakössum. Síðan hefur þetta verið fylgisfiskur minn allar götur.“ Árið 2009 missti Guðlaugur algerlega tökin. „Versta sem fyrir mig kom var að vinna gullpottinn. 4,3 milljónir. Ég pantaði ferð til Kanarí fyrir mig og son minn, brottför mánuði eftir að fékk vinninginn. Ég þurfti að fá lánað fyrir gjaldeyri. Ég var búinn með vinninginn. Ég spilaði fyrir 750 þúsund daginn sem ég fékk þetta borgað út. Hætti snemma þann daginn. Þetta er brjálæði.“ Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Lögmaður Guðlaugs Jakobs Karlssonar hefur lagt fram stefnu þar sem farið er fram á bætur til handa Guðlaugi sem nema tæpum 77 milljónum króna í skaðabætur auk 24 milljóna sem Guðlaugur hefur kvittanir fyrir að séu upphæðir sem hann hefur spilað fyrir í spilakössum. Hann segist hafa eytt miklu hærri upphæð en sem því nemur; en 24 milljónir eru sannanlegar. Í stefnunni segir að þeir aðilar sem hafa rekið spilakassa hér árum og áratugum saman hafi verið gert út á fíkn og veikleika. Stefnan er á hendur öllum þeim sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera: Íslenska ríkinu, Íslandsspilum, S.Á.Á., Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Háskóla Íslands og Happdrætti Háskóla Íslands. „Þeir eru með leyfi til reksturs happdrættisvéla sem eru ekki til, hvergi í heiminum. Þetta er ekkert annað en fjárhættuspil,“ segir Guðlaugur. Allir þessir aðilar fara fram á frávísun en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. september. Stefnendur byggja mál sitt á því að rekstur spilakassana standist ekki lög – um sé að ræða ólöglega starfsemi.Sem strákur tók Guðlaugur strætó í Reykjavík frá Hafnarfirði, með fyrstu útborgun sína fyrir blaðaútburð. Beint í spilakassana á BSÍ. Hann labbaði aftur heim -- búinn að tapa öllu.visir/Anton BrinkGuðlaugur segist alveg sannfærður um að hann vinni málið. Hann hefur kynnt sér þetta í þaula, ef ekki fyrir héraðsdómi eða hæstarétti þá örugglega fyrir mannréttindadómsstólnum. Guðlaugur ætlar með þetta mál alla leið. „Það er nokkuð víst. Ólafur Ragnar Grímsson stóð á sínum tíma í pontu Alþingis, þegar þetta mál var til umfjöllunar þar og sagðist styðja þetta þar sem fórnarkostnaður er ásættanlegur miðað við hversu góð málefnin sem hagnaðurinn rennur til eru. En, hver er þessi fórnarkostnaður? Samfélagið má ekki fórna einstaklingnum á forsendum fjöldans. Það eru mannréttindabrot.“Ekkert til sem heitir happadrættisvélarGuðlaugur nefnir að í Noregi sé ríkið nýlega búið að tapa máli gegn Evrópusambandinu, þar eru þeir nú að taka alla kassa niður. Leyfi fyrir rekstri spilakassa á Íslandi fór í gegnum þingið árið 1993, leyfi var veitt fyrir rekstri spilakassa á þeim forsendum að um væri að ræða happdrættisvélar en ekki fjárhættuspil. Guðlaugur segir það algerlega galna skilgreiningu. Spilakassar, eða Slot Machines, eru allstaðar nema á Íslandi taldir eitthvert skæðasta form fjárhættuspila og að sögn Guðlaugs leita þeir spilafíklar sem lengst eru leiddir í þá. Hann segir að leyfisveitingin hafi verið á fölskum forsendum, sagt var að um væri að ræða happadrættisvélar sem ekki leiddu til spilafíknar. Þetta sé hins vegar alrangt.Þeir sem stunda kassana eru lengst leiddir„Til er frétt frá árinu 1993 þar sem þáverandi rektor HÍ stendur í anddyri eins spilasalarins og segir: Þetta er ekkert fjárhættuspil, hér er fólk bara að leika sér.“ Guðlaugi þykir þetta skjóta skökku við af hálfu rektors því í ljós hefur komið að þetta form fjárhættuspils er eitt það mest ánetjandi sem um ræðir. „Þeir sem stunda kassana eru þeir sem lengst eru leiddir.“Guðlaugur segir 95 prósent þeirra sem spila í kössunum vera spilafíkla, flestir mjög sjúkir. Og þeir standa undir miklum hagnaði þeirra sem reka kassana.visir/Anton BrinkGuðlaugur segir það viðurkennt af geðlæknum að spilafíklar leiti sér síður meðferðar en aðrir fíklar. Þeir fyrirfara sér heldur. Sjálfsvíg eru mjög algeng meðal spilafíkla. „Það er miklu meiri skömm að stíga fram sem spilafíkill heldur en að stíga fram sem kókaínfíkill eða alkóhólisti. Og það að hið opinbera skuli nota þetta til fjáröflunar er algerlega út úr korti, stenst ekki nokkra skoðun.“Falinn vandi og mikil skömmÍ ítarlegri stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur meðal annars fram fram að hagnaður Íslandsspila s.f. og Háskóla Íslands hafi farið vaxandi ár frá ári og hafi árið 2014 verið samanlagður 9.001.000.000 króna. Guðlaugur telur víst að 95 prósent þeirra sem spila í kössunum séu langt leiddir spilafíklar. Aðrir fari helst ekki í kassana. Hann áætlar að þeir séu um átta þúsund. „Þetta veit ég eftir fjörutíu ára reynslu af spilamennsku. Spilað er fyrir rúma milljón á klukkutíma, velta er 25 milljónir á dag. Það sem kemur í kassana. Þetta er tap spilafíklanna. Þetta er þungur baggi fyrir ekki fleiri að bera. Þetta er allt okkar veikasta fólk. Rónarnir niðrí bæ, ég þekki þá persónulega, sem hafa komið fram í viðtölum um áfengisvanda sinn... þeirra vandi er fyrst og fremst spilamennskan. Ekki vímuefnaneyslan. Þeir deyfa sársaukann með áfengi.“Spilakassar eru eitt skæðasta form fjárhættuspila og þangað leita þeir sem lengst eru leiddir í spilafíkn. Guðlaugur segir það skjóta skökku við að banna Spilavíti en leyfa þetta.visir/Anton BrinkUm er að ræða mjög falinn vanda og mikla skömm. Birtingarmynd af spilafíkli er grimm, að sögn Guðlaugs. Einu samlíkingar sem má láta sér detta í hug eru af heróínfíkli eða langt gengnum kókaínfíkli. „Þú ert kominn á botninn, alltaf að bjarga þér fyrir næsta skammti. Þetta er miklu stærra vandamál en fram hefur komið.“Gullpotturinn versta sem hann hefur lent íGuðlaugur hefur ákveðið að helga líf sitt baráttunni gegn þessari vá. Hann vill ekki gera sjálfan sig að neinu aðalatriði í þessu máli, þó hann reki það nú fyrir dómsstólum. En, saga hans er öll lituð þessari fíkn. Hann hefur spilað frá barnsaldri, frá því hann var drengur í Hafnarfirði. „Fyrstu minningar mínar í tengslum við þetta eru þær að ég var 10 eða 11 ára gamall, nýbúinn að fá útborgað fyrir blaðaútburð. Ég tók strætó til Reykjavíkur, fór í spilakassana á BSÍ og þurfti að labba til baka. Tapaði öllu þar í spilakössum. Síðan hefur þetta verið fylgisfiskur minn allar götur.“ Árið 2009 missti Guðlaugur algerlega tökin. „Versta sem fyrir mig kom var að vinna gullpottinn. 4,3 milljónir. Ég pantaði ferð til Kanarí fyrir mig og son minn, brottför mánuði eftir að fékk vinninginn. Ég þurfti að fá lánað fyrir gjaldeyri. Ég var búinn með vinninginn. Ég spilaði fyrir 750 þúsund daginn sem ég fékk þetta borgað út. Hætti snemma þann daginn. Þetta er brjálæði.“
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira