Bílskúrinn: Mercedes átti Monza Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. september 2016 22:30 Mercedes fagnar fyrsta og öðru sæti á Ítalíu. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Mkonza og nældi sér í 25 stig. Hann minnkaði forksot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna úr niu stigum í tvö. Hvernig klúðraði Hamilton málum? Hefur bilið verið minna á milli Mercedes manna? Max Verstappen var nánast ósýnilegur á Monza, hver á Formúlu 1 og hver var ökumaður dagins? Allt þetta er til umfjöllunar í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg er fremstur og Hamilton aftastur á myndinni.Vísir/GettyKlúðraði Hamilton keppninni? Já, að vissu leyti. Ræsingin sem Hamilton klúðraði, eða klúðraði ekki, færði Rosberg keppnina á silfurfati. Hamilton hefur sjálfur sagt að hann þurfi að rannsaka af hverju ræsingin var svona slök. Hamilton vill meina að eitthvað hafi komið fyrir þrátt fyrir að hann hafi upphaflega sagt að klúðrið hafi verið honum að kenna. Það verður ekki tekið af heimsmeistaranum að honum tókst að bjarga því sem bjargað varð. Hann ók afar vel eftir að hann var kominn að fyrstu beygju. Leiða má líkum að því að hefðbundin ræsing hjá Hamilton hefði fært honum 25 stig. Þá væri munurinn á milli þeirra 16 stig en ekki 2.Það var augljós munur á skapi Mercedes-manna á verðlaunapallinum á Ítalíu.Vísir/GettyBilið á milli Mercedes manna Tvö stig skilja Hamilton og Rosberg að á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. Nú eru sjö keppnir eftir af tímabilinu. Það gerir nákvæmlega einn þriðja af tímabilinu. Einungis tvö stig eru eftir. Ef sagan er eitthvað til að dæma eftir þá verður Mercedes ekki ofarlega næstu helgi í Singapúr. Ferrari maðurinn Sebastian Vettel vann keppnina í fyrra. Hamilton kláraði ekki og Rosberg varð fjórði. Að Singapúrkeppninni undanskilinni var Mercedes í fyrsta og öðru sæti það sem eftir var af tímabilinu ef báðir bílar komu í mark. Keppnirnar framundan verða því einkar spennandi og bilið á toppi heimsmeistaramótsins er afar lítið.Max Verstappen á Ítalíu.Vísir/GettyEr allt loft úr Max Verstappen? Yngsti ökumaður sögunnar, Max Verstappen hafði farið mikinn í keppnunum á undan þeirri ítölsku. Á milli belgíska og ítalska kappakstursins kallaði keppnisstjóri FIA, Charlie Whiting ungstirnið á sinn fund. Whiting sagði Verstappen að hann hefði hugsanlega átt að fá viðvörun fyrir hegðun sína á Spa. Whiting sagði Verstappen að honum yrði refsað ef hann héldi þessu áfram. Verstappen varð sjöundi í tímatökunni og tapaði nokkrum sætum í ræsingu. Verstappen vann sig aftur upp í sjöunda sæti. Helgin var ekkert sérstök hjá honum. Ætla má að honum hafi fundist betra að fara varlega um helgina.Er Bernie Ecclestone á útleið?Vísir/GettyEr nýr eigandi að taka yfir sjónvarspréttinum af Formúlu 1? Orðrómur er á kreiki um að Liberty Media ætli að eignast sjónvarpsréttinn af Formúlu 1. Áætlað kaupverð eru 8,5 milljarðar bandaríkjadala, jafnvirði um 1000 milljarðar íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn er ætlunin að CVC eignarhaldsfélagið sem á 35% hlut í sýningarréttinum til að stíga til hliðar. Nýjir mögulegir eigendur af sýningarréttinum hafa hóflegar væntingar. Hins vegar eru vissar vonir bundnar við Liberty Media sem er fjölmiðla og afþreyingarfyrirtæki. Ástæðan fyrir því að vonir eru bundnar við það er sú að margir telja að ekki einungis gróðasjónarmið muni ráða ferðinni.Fernando Alonso á flugi á Monza.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Það er ekki annað hægt en að minnast á Fernando Alonso á McLaren sem varð 14. á Monza brautinni. Honda vélin átti ekki roð í Ferrari og Mercedes mótorana. Enda einkennist Monza brautin af löngum beinum köflum og miklum hraða. Það var því einkar skemmtileg kaldhæðni að sjá Fernando Alonso skella ofurmjúkum dekkjum undir McLaren bílinn undir lokin og ná hraðasta hring keppninnar. Sá hringur var fyrsti hraðasti hringur Honda í Formúlu 1 í 22 ár. Saman leiðir sú staðreynd og munurinn á tíma Alonso og næst hraðasta tíma til þess að Alonso verður að mati blaðamanns ökumaður dagsins. Formúla Tengdar fréttir Vettel: Þetta er besti verðlaunapallur í heiminum Nico Rosberg vann sína 21. keppni á ferlinum. Hann tók forystuna í ræsingunni og lét hana aldrei af hendi. Hver sagði hvað eftir keppnina? 4. september 2016 17:00 Rosberg óstöðvandi á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir atburði dagsins á Monza brautinni á Ítalíu. Keppnisáætlun Mercedes gekk upp raunar alla helgina. Sjáðu uppgjörsþáttinn. 4. september 2016 15:45 Nico Rosberg vann á Monza Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni. 4. september 2016 13:18 Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1 Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári. 4. september 2016 11:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Mkonza og nældi sér í 25 stig. Hann minnkaði forksot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna úr niu stigum í tvö. Hvernig klúðraði Hamilton málum? Hefur bilið verið minna á milli Mercedes manna? Max Verstappen var nánast ósýnilegur á Monza, hver á Formúlu 1 og hver var ökumaður dagins? Allt þetta er til umfjöllunar í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg er fremstur og Hamilton aftastur á myndinni.Vísir/GettyKlúðraði Hamilton keppninni? Já, að vissu leyti. Ræsingin sem Hamilton klúðraði, eða klúðraði ekki, færði Rosberg keppnina á silfurfati. Hamilton hefur sjálfur sagt að hann þurfi að rannsaka af hverju ræsingin var svona slök. Hamilton vill meina að eitthvað hafi komið fyrir þrátt fyrir að hann hafi upphaflega sagt að klúðrið hafi verið honum að kenna. Það verður ekki tekið af heimsmeistaranum að honum tókst að bjarga því sem bjargað varð. Hann ók afar vel eftir að hann var kominn að fyrstu beygju. Leiða má líkum að því að hefðbundin ræsing hjá Hamilton hefði fært honum 25 stig. Þá væri munurinn á milli þeirra 16 stig en ekki 2.Það var augljós munur á skapi Mercedes-manna á verðlaunapallinum á Ítalíu.Vísir/GettyBilið á milli Mercedes manna Tvö stig skilja Hamilton og Rosberg að á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. Nú eru sjö keppnir eftir af tímabilinu. Það gerir nákvæmlega einn þriðja af tímabilinu. Einungis tvö stig eru eftir. Ef sagan er eitthvað til að dæma eftir þá verður Mercedes ekki ofarlega næstu helgi í Singapúr. Ferrari maðurinn Sebastian Vettel vann keppnina í fyrra. Hamilton kláraði ekki og Rosberg varð fjórði. Að Singapúrkeppninni undanskilinni var Mercedes í fyrsta og öðru sæti það sem eftir var af tímabilinu ef báðir bílar komu í mark. Keppnirnar framundan verða því einkar spennandi og bilið á toppi heimsmeistaramótsins er afar lítið.Max Verstappen á Ítalíu.Vísir/GettyEr allt loft úr Max Verstappen? Yngsti ökumaður sögunnar, Max Verstappen hafði farið mikinn í keppnunum á undan þeirri ítölsku. Á milli belgíska og ítalska kappakstursins kallaði keppnisstjóri FIA, Charlie Whiting ungstirnið á sinn fund. Whiting sagði Verstappen að hann hefði hugsanlega átt að fá viðvörun fyrir hegðun sína á Spa. Whiting sagði Verstappen að honum yrði refsað ef hann héldi þessu áfram. Verstappen varð sjöundi í tímatökunni og tapaði nokkrum sætum í ræsingu. Verstappen vann sig aftur upp í sjöunda sæti. Helgin var ekkert sérstök hjá honum. Ætla má að honum hafi fundist betra að fara varlega um helgina.Er Bernie Ecclestone á útleið?Vísir/GettyEr nýr eigandi að taka yfir sjónvarspréttinum af Formúlu 1? Orðrómur er á kreiki um að Liberty Media ætli að eignast sjónvarpsréttinn af Formúlu 1. Áætlað kaupverð eru 8,5 milljarðar bandaríkjadala, jafnvirði um 1000 milljarðar íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn er ætlunin að CVC eignarhaldsfélagið sem á 35% hlut í sýningarréttinum til að stíga til hliðar. Nýjir mögulegir eigendur af sýningarréttinum hafa hóflegar væntingar. Hins vegar eru vissar vonir bundnar við Liberty Media sem er fjölmiðla og afþreyingarfyrirtæki. Ástæðan fyrir því að vonir eru bundnar við það er sú að margir telja að ekki einungis gróðasjónarmið muni ráða ferðinni.Fernando Alonso á flugi á Monza.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Það er ekki annað hægt en að minnast á Fernando Alonso á McLaren sem varð 14. á Monza brautinni. Honda vélin átti ekki roð í Ferrari og Mercedes mótorana. Enda einkennist Monza brautin af löngum beinum köflum og miklum hraða. Það var því einkar skemmtileg kaldhæðni að sjá Fernando Alonso skella ofurmjúkum dekkjum undir McLaren bílinn undir lokin og ná hraðasta hring keppninnar. Sá hringur var fyrsti hraðasti hringur Honda í Formúlu 1 í 22 ár. Saman leiðir sú staðreynd og munurinn á tíma Alonso og næst hraðasta tíma til þess að Alonso verður að mati blaðamanns ökumaður dagsins.
Formúla Tengdar fréttir Vettel: Þetta er besti verðlaunapallur í heiminum Nico Rosberg vann sína 21. keppni á ferlinum. Hann tók forystuna í ræsingunni og lét hana aldrei af hendi. Hver sagði hvað eftir keppnina? 4. september 2016 17:00 Rosberg óstöðvandi á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir atburði dagsins á Monza brautinni á Ítalíu. Keppnisáætlun Mercedes gekk upp raunar alla helgina. Sjáðu uppgjörsþáttinn. 4. september 2016 15:45 Nico Rosberg vann á Monza Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni. 4. september 2016 13:18 Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1 Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári. 4. september 2016 11:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Vettel: Þetta er besti verðlaunapallur í heiminum Nico Rosberg vann sína 21. keppni á ferlinum. Hann tók forystuna í ræsingunni og lét hana aldrei af hendi. Hver sagði hvað eftir keppnina? 4. september 2016 17:00
Rosberg óstöðvandi á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir atburði dagsins á Monza brautinni á Ítalíu. Keppnisáætlun Mercedes gekk upp raunar alla helgina. Sjáðu uppgjörsþáttinn. 4. september 2016 15:45
Nico Rosberg vann á Monza Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark á Monza brautinni í ítlaska kappakstrinum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes eftir að hafa ræst af stað á ráspól entapað fimm sætum í ræsingunni. 4. september 2016 13:18
Jenson Button tekur frí frá Formúlu 1 Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins hefur staðfest að hann muni ekki aka í Formúlu 1 á næsta ári. Nýliðinn Stoffel Vandoorne mun aka við hlið Fernando Alonso á næsta ári. 4. september 2016 11:00