Jón Björn: Mikil og góð spenna í hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2016 06:00 Jón Margeir verður í eldlínunni í Ríó á næstu dögum. mynd/fí Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14 Aðrar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14
Aðrar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira