Jón Björn: Mikil og góð spenna í hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2016 06:00 Jón Margeir verður í eldlínunni í Ríó á næstu dögum. mynd/fí Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14 Aðrar íþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14
Aðrar íþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira