Justin Bieber þurfti að minna á að hann vildi halda tónleika á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 7. september 2016 08:00 Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Vísir/Getty Ég byrjaði að vinna með Justin fyrir tveimur árum. Upphaflega vann ég fyrir umboðsskrifstofu söngkonunnar Ariönu Grande en þau voru einnig með Justin á sínum snærum. Á sama tíma var ég að vinna fyrir Kanye West, sem er góður vinur Justins, eitt leiddi af öðru og núna vinn ég einungis fyrir Justin,“ segir Chris Gratton, yfirhönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber. Spurður hvort hann hafi tíma til að gera nokkuð annað segist Chris ekki hafa tíma til þess að fylgja öðrum á tónleikaferðalögum, þó hann sé í hönnunarteymi hjá öðrum listamönnum. Hann segir það þó vera einstakt að vinna með Justin Bieber, þar sem hann sé ótrúlega orkumikill og frábær listamaður „Justin er frábær strákur, hann er orkumikill og hugsar vel um sig, enda elskar hann að hreyfa sig. Á milli þess sem hann kemur fram gengur hann á fjöll og rennir sér á hjólabretti, svo elskar hann að veiða. Hann er frábær söngvari og magnaður listamaður sem gefur ekkert eftir á tónleikum,“ segir Chris og bætir við að þó að Justin sé aðeins 22 ára, hafi hann verið í bransanum frá því hann var fjórtán, sem gerir hann að reynslubolta í faginu.Chris Gratton, hönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber, er mættur til landsins. Visir/VilhelmChris sér um hönnun á flestöllu sem viðkemur tónleikum kappans en hann vinnur mikið með danshöfundinum Nick Demoura sem kemur fram í heimildarmyndinni um Justin, Believe. Saman hafa þeir stofnað hönnunarteymi sem vinnur með fjölda listamanna. Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Justin mun í framhaldinu halda áfram til Þýskalands, en hver ætli sé ástæða þess að þeir hefja túrinn hér á Klakanum? „Ástæðan fyrir því að við völdum Ísland er sú að Justin sjálfur bað um þessa tónleika. Hann kom hingað í fyrra þar sem hann tók upp myndband við lagið I’ll Show You og heillaðist af landinu. Þegar við settum saman túrinn var hann virkilega ánægður, hann benti hins vegar á að hann væri búinn að biðja um tónleika á Íslandi. Svo við settumst aftur yfir skipulagið og ég lét hann vita að það væri mögulegt að hefja túrinn hér á Íslandi, hann var hæstánægður með það. Hann elskar Ísland og það er eina landið sem hann valdi, og ástæðan er einföld: hann vildi spila hér,“ segir Chris.Allt að verða klárt í Kórnum. Fréttablaðið/VilhelmÞað er óhætt að segja að öllu verði til tjaldað og heilmikið havarí hefur verið í kringum tónleikahaldið. Áhrifamikið fólk í bransanum er með honum hér og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsetta aðila frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi. „Það eru fjörutíu manns úr teyminu hans sem koma til landsins. Auk þess erum við í frábæru samstarfi við teymið hér, sem kemur til með að stjórna tónleikunum með okkur. Fólkið í teyminu hér vinnur virkilega vel og það er frábært að vinna með því,“ segir Chris en gert er ráð fyrir að straumstyrkurinn á tónleikunum verði um tvö þúsund amper.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Ég byrjaði að vinna með Justin fyrir tveimur árum. Upphaflega vann ég fyrir umboðsskrifstofu söngkonunnar Ariönu Grande en þau voru einnig með Justin á sínum snærum. Á sama tíma var ég að vinna fyrir Kanye West, sem er góður vinur Justins, eitt leiddi af öðru og núna vinn ég einungis fyrir Justin,“ segir Chris Gratton, yfirhönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber. Spurður hvort hann hafi tíma til að gera nokkuð annað segist Chris ekki hafa tíma til þess að fylgja öðrum á tónleikaferðalögum, þó hann sé í hönnunarteymi hjá öðrum listamönnum. Hann segir það þó vera einstakt að vinna með Justin Bieber, þar sem hann sé ótrúlega orkumikill og frábær listamaður „Justin er frábær strákur, hann er orkumikill og hugsar vel um sig, enda elskar hann að hreyfa sig. Á milli þess sem hann kemur fram gengur hann á fjöll og rennir sér á hjólabretti, svo elskar hann að veiða. Hann er frábær söngvari og magnaður listamaður sem gefur ekkert eftir á tónleikum,“ segir Chris og bætir við að þó að Justin sé aðeins 22 ára, hafi hann verið í bransanum frá því hann var fjórtán, sem gerir hann að reynslubolta í faginu.Chris Gratton, hönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber, er mættur til landsins. Visir/VilhelmChris sér um hönnun á flestöllu sem viðkemur tónleikum kappans en hann vinnur mikið með danshöfundinum Nick Demoura sem kemur fram í heimildarmyndinni um Justin, Believe. Saman hafa þeir stofnað hönnunarteymi sem vinnur með fjölda listamanna. Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Justin mun í framhaldinu halda áfram til Þýskalands, en hver ætli sé ástæða þess að þeir hefja túrinn hér á Klakanum? „Ástæðan fyrir því að við völdum Ísland er sú að Justin sjálfur bað um þessa tónleika. Hann kom hingað í fyrra þar sem hann tók upp myndband við lagið I’ll Show You og heillaðist af landinu. Þegar við settum saman túrinn var hann virkilega ánægður, hann benti hins vegar á að hann væri búinn að biðja um tónleika á Íslandi. Svo við settumst aftur yfir skipulagið og ég lét hann vita að það væri mögulegt að hefja túrinn hér á Íslandi, hann var hæstánægður með það. Hann elskar Ísland og það er eina landið sem hann valdi, og ástæðan er einföld: hann vildi spila hér,“ segir Chris.Allt að verða klárt í Kórnum. Fréttablaðið/VilhelmÞað er óhætt að segja að öllu verði til tjaldað og heilmikið havarí hefur verið í kringum tónleikahaldið. Áhrifamikið fólk í bransanum er með honum hér og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsetta aðila frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi. „Það eru fjörutíu manns úr teyminu hans sem koma til landsins. Auk þess erum við í frábæru samstarfi við teymið hér, sem kemur til með að stjórna tónleikunum með okkur. Fólkið í teyminu hér vinnur virkilega vel og það er frábært að vinna með því,“ segir Chris en gert er ráð fyrir að straumstyrkurinn á tónleikunum verði um tvö þúsund amper.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið