Lífið

Í beinni: Einkaflugvél frá L.A. stefnir á Ísland - Er Bieber að lenda?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einkaþota af gerðinni Gulfstream G550 stefnir nú á Ísland en vélin tók á loft í Los Angeles í nótt.

Eins og alþjóð veit heldur Justin Bieber tvenna tónleika í Kórnum á morgun og föstudaginn. Vísir hefur heimildir fyrir því að Justin Bieber muni lenda á Reykjavíkurflugvelli í dag og það með einkaþotu.

Hér að neðan má fylgjast með flugvélinni sem gæti lent á Reykjavíkurflugvelli innan skamms. Ef Justin Bieber er ekki í þessari flugvél mun Vísir halda áfram að fylgjast með flugumferðinni milli L.A. og Íslands, þar til prinsinn lendir. 

Þrír svartir bílar eru til taks á Reykjavíkurflugvelli og er greinilegt að þeir eru að sækja hóp fólks sem er á leið til landsins. Líklegt má teljast að það sé Justin Bieber sjálfur og fylgdarlið hans. 

Svartir bílar fyrir utan Reykjavíkurflugvöll.vísir/vilhelm
Justin Bieber skellti sér í fjallgöngu í gær með vini sínum Alfredo Flores og er því vitað að hann var í L.A. í gær. 

Uppfært klukkan 13.00.

Bieber og föruneyti hans lenti heilu og höldnu í hádeginu. Hér er hægt að horfa á útsendingu Vísis frá Reykjavíkurflugvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×