Lífið

Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stúlkan sneri við þegar starfsmaður Reykjavíkurflugvallar nálgaðist.
Stúlkan sneri við þegar starfsmaður Reykjavíkurflugvallar nálgaðist. Vísir/skjáskot
Aðdáendur Justin Bieber mættu fylktu liði á Reykjavíkurflugvöll til að bera goðið augum þegar hann lenti á Íslandi. 

Einni stúlku var raunar svo mikið niðri fyrir að hún reyndi að klifra yfir grindverk á Reykjavíkurflugvelli í von um að komast nær honum.

Stúlkan vildi ekki tjá sig og kom varla upp orði þegar fréttamaður reyndi að ná tali af henni, en vinkona sem var með í för sagðist vera gallharður belieber. Stúlkurnar höfðu fylgst með för vélarinnar á netinu síðan um morguninn. Greinilegt var að stúlkurnar höfðu beðið Bieber lengi og mátti sjá tár á hvarmi. 

Bieber lenti um hádegi á einkaþotu og hafði með sér meðal annars íshokkíbúnað, hjólabretti og brimbretti.

Bieber fór með þyrlu af flugvellinum en samkvæmt heimildum Vísis mun hann búa í einbýlishúsi rétt utan við Reykjavík á meðan dvöl hans stendur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×