Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2016 19:00 Freyr Alexandersson Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15