Tragíkómísk samtímasaga í Tjarnarbíói Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 09:30 Sólveig og Sveinn Ólafur á sviðinu í Tjarnarbíói sem Sóley Rós og Hallur. Mynd/Jóhanna H. Þorkelsdóttir Sóley Rós er mamma, amma, eiginkona og skúringakona. Hún er venjuleg kona en líka einstök. Kona sem hefur upplifað gleði og sorgir, sigra og ósigra,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Hún leikur titilhlutverkið í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir sem hún er höfundur að ásamt Maríu Reyndal sem leikstýrir því. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 20.30. Sólveig segir leikritið vera tragíkómíska samtímasögu. Hún og María hafi unnið það upp úr sannri frásögn 42 ára móður sem býr og starfar fyrir norðan og lýsir því hvernig það kom til að frásögnin þróaðist yfir í leikrit. „Maríu barst til eyrna saga skúringakonu sem hafði frætt samstarfskonu sína um líf sitt smátt og smátt og samstarfskonan raðað bútunum saman í stærri heild. Við María settum okkur í samband við skúringakonuna og tókum viðtöl við hana, ætluðum að tala við fleira fólk en fannst hennar saga svo heilsteypt og spennandi að við ákváðum að vinna einungis með hana. Konan sagði svo vel og skemmtilega frá og málaði líf sitt skýrum dráttum.“ Konan sem leikritið hverfist um varð móðir ung að árum, að sögn Sólveigar. „Hún eignast sitt fyrsta barn fimmtán ára gömul. Það var stór viðburður í hennar lífi eins og nærri má geta og verkið hverfist dálítið um hennar reynslu af því. Hún á mann og þrjú heilbrigð börn en hún lendir í að missa barn í fæðingu og við fylgjumst líka með hvernig hún upplifir þann sorgaratburð, hvernig samfélagið bregst við, frá hennar bæjardyrum séð, og hvernig samskiptin eru við spítalann.“ Leikritið hefur tekið stöðugum breytingum á æfingartímanum, að sögn Sólveigar. Fyrst átti það að vera einleikur en svo enduðu þær María á að hafa eiginmanninn með á sviðinu. „Þetta er óumdeilanlega saga þeirra hjóna. Ég leik Sóleyju Rós og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur Halla, manninn hennar. Við Sveinn Ólafur erum búin að leika mikið saman og þekkjumst vel,“ segir hún. Sólveig segir leikritið lýsa sögu hvunndagshetju og líkir Sóleyju ræstitækni við Bjart í Sumarhúsum og Þóru í Hvammi sem Íslendingar þekkja úr Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. „Hvunndagshetjur eru allt í kringum okkur og hafa alltaf verið. Það sem er spennandi við þetta efni er að það speglar þann samtíma sem við lifum í. Þetta er falleg og einlæg frásögn og mikilvæg sýning, ekki síst miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæðan fyrir því að konan fyrir norðan var tilbúin til að segja sína sögu er sú að það þarf að tala um svona mál og það þarf að hlusta á þá sem eru tilbúnir til að tala um þau.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september 2016. Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Sóley Rós er mamma, amma, eiginkona og skúringakona. Hún er venjuleg kona en líka einstök. Kona sem hefur upplifað gleði og sorgir, sigra og ósigra,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Hún leikur titilhlutverkið í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir sem hún er höfundur að ásamt Maríu Reyndal sem leikstýrir því. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 20.30. Sólveig segir leikritið vera tragíkómíska samtímasögu. Hún og María hafi unnið það upp úr sannri frásögn 42 ára móður sem býr og starfar fyrir norðan og lýsir því hvernig það kom til að frásögnin þróaðist yfir í leikrit. „Maríu barst til eyrna saga skúringakonu sem hafði frætt samstarfskonu sína um líf sitt smátt og smátt og samstarfskonan raðað bútunum saman í stærri heild. Við María settum okkur í samband við skúringakonuna og tókum viðtöl við hana, ætluðum að tala við fleira fólk en fannst hennar saga svo heilsteypt og spennandi að við ákváðum að vinna einungis með hana. Konan sagði svo vel og skemmtilega frá og málaði líf sitt skýrum dráttum.“ Konan sem leikritið hverfist um varð móðir ung að árum, að sögn Sólveigar. „Hún eignast sitt fyrsta barn fimmtán ára gömul. Það var stór viðburður í hennar lífi eins og nærri má geta og verkið hverfist dálítið um hennar reynslu af því. Hún á mann og þrjú heilbrigð börn en hún lendir í að missa barn í fæðingu og við fylgjumst líka með hvernig hún upplifir þann sorgaratburð, hvernig samfélagið bregst við, frá hennar bæjardyrum séð, og hvernig samskiptin eru við spítalann.“ Leikritið hefur tekið stöðugum breytingum á æfingartímanum, að sögn Sólveigar. Fyrst átti það að vera einleikur en svo enduðu þær María á að hafa eiginmanninn með á sviðinu. „Þetta er óumdeilanlega saga þeirra hjóna. Ég leik Sóleyju Rós og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur Halla, manninn hennar. Við Sveinn Ólafur erum búin að leika mikið saman og þekkjumst vel,“ segir hún. Sólveig segir leikritið lýsa sögu hvunndagshetju og líkir Sóleyju ræstitækni við Bjart í Sumarhúsum og Þóru í Hvammi sem Íslendingar þekkja úr Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. „Hvunndagshetjur eru allt í kringum okkur og hafa alltaf verið. Það sem er spennandi við þetta efni er að það speglar þann samtíma sem við lifum í. Þetta er falleg og einlæg frásögn og mikilvæg sýning, ekki síst miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæðan fyrir því að konan fyrir norðan var tilbúin til að segja sína sögu er sú að það þarf að tala um svona mál og það þarf að hlusta á þá sem eru tilbúnir til að tala um þau.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september 2016.
Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira