Með í för er heljarinnar teymi og meðal annars verða um tuttugu dansarar með Bieber á sviðinu þegar mest lætur.
Bieber sjálfur hefur lítið látið fara fyrir sér á samfélagsmiðlum en á Twitter og Instagram má aftur á móti sjá að hópurinn skemmti sér vel í Bláa Lóninu í gær.
Delaney Glazer og Elysandra Quiñones eru báðar dansarar hjá Justin Bieber og voru þær virkilega sáttar með byrjunina á ferðinni hingað til landsins eins og sjá má hér að neðan.