Þær tvær geta gert grín að flestu og mátti sjá mjög spaugilegt atriði í þættinum á sunnudagskvöldið þegar þær tóku fyrir menningu strætóbílstjóra.
Þar mátti sjá nýjan starfsmann kynnast því hvernig lífið er á kaffistofunni hjá strætóbílstjórum Reykjavíkurborgar. Ásinn er gælunafn á einn þeirra og ræður sá starfsmaður öllu eins og sjá má hér að ofan.
Þátturinn er sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldum og hófst önnur sería í síðustu viku. Þær tvær eru Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir en þær leika bæði aðalhlutverkin í þættinum og skrifa handritið.
