Eyðslugrannur E-Class sló í gegn í Sparaksturskeppni FÍB Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 12:20 Magnað hve svo stór bíll getur eytt litlu eldsneyti. Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent
Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent