Eyðslugrannur E-Class sló í gegn í Sparaksturskeppni FÍB Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 12:20 Magnað hve svo stór bíll getur eytt litlu eldsneyti. Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent