Flaug 115 metra yfir draugabæ Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 13:23 Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent