Flaug 115 metra yfir draugabæ Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 13:23 Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent