Erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 10:15 "Ég hef gaman af að segja sögur og búa til sögur og geri það óspart í textunum mínum,“ segir Ösp sem er að gefa út eigið efni. Vísir/GVA Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir svarar í heimasímann á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún hefur verið í löngu og góðu fríi frá stórborgarlífinu í London. „Tíminn hér í Svarfaðardalnum líður öðru vísi en úti og hér er gott að eiga athvarf,“ segir hún. Kveðst hafa komið heim í byrjun ágúst til að fara í göngu með foreldrum sínum, Kristjáni Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur, en skroppið út aftur til að syngja á Cambridge Folk Festival, einni stærstu þjóðlagahátíð á Englandi. „Mig dreymir um að vera hér á Tjörn hálft árið og hálft árið í London. Er að reyna að byggja þá brú. Það er svo erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum,“ segir hún. Ösp hefur sungið frá því hún man eftir sér, var í kór, kom fram með foreldrum sínum, söng verkalýðssöngva með Þórarni föðurbróður sínum og sálma í kirkjunni. „Það koma margir að Tjörn út af kirkjunni og sögunni. „Farðu út í kirkju og syngdu fyrir fólkið, var oft sagt við mig og ég fór,“ rifjar hún upp hlæjandi. Nú er Ösp að fara að gefa út disk þar sem hún syngur eigin tónsmíðar og er búin að taka upp fjögur lög af tíu. Hann heitir Tales from a Poplar Tree. Hún semur flesta textana sjálf en stórskáld eins og Davíð Stefánsson og Páll Ólafsson eiga þar líka ljóð. Þar sem margir kaupa frekar tónlist á netinu en geisladiska fengu hún og kærastinn, Richard, sem er vefhönnuður, þá óvenjulegu hugmynd að gefa lögin hennar út á vínyl og við. „Af því ég heiti Ösp og er mikill trjáunnandi datt mér í hug að saga niður skífur úr greinum sem komu illa undan vetri í garðinum á Tjörn, handskrifa nafnið mitt á þær og hafa slóð með niðurhalskóða hinum megin. Þá getur fólk hlaðið niður lögunum,“ útskýrir hún og bendir fólki á að hafa samband við sig gegn um heimasíðuna ospmusic.is og kveðst vera með söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. Það var í bluegrass-hljómsveitinni Brother Grass sem Ösp fór fyrst að búa til eigin músík. Í skólanum Institut of Contemporary Music í London þar sem hún lauk BA-prófi, kveðst hún hafa fengið mikinn stuðning við að semja sjálf og lokatónleikarnir þar hafi verið með eigin efni hennar. Ösp hefur verið búsett í London í fimm ár, fyrst við nám og síðustu tvö ár sem söngkona og kennari. „Að vera sjálfstætt starfandi í borg eins og London þýðir að maður þarf að búa sér til alls konar störf. Ég er djasssöngkona, þjóðlagasöngkona og syng í vel metnum kór, London Contemporary Voices. Þar syngjum við lög í óhefðbundnum útsetningum. Á 800 manna tónleikum í Frakklandi í júlí söng ég lag sem ég samdi við ljóðið Ástarnetið eftir Pál Ólafsson með 50 manna kór. Ég er líka í bandi með tveimur mönnum, öðrum frá Japan og hinum frá Sri Lanka. Við köllum okkur Hrím og erum að vinna að plötu. Verðum á hátíð í Wales í september sem heitir Festival Number 6.“ Meðal þess sem Ösp fæst við er að kenna börnum undir þriggja ára aldri tónlist. „Ég bjó til prógramm með tónlist og hreyfingu, er með klúta og hristur og leik mér með krökkunum á fjölskylduvænum kaffihúsum. Þetta geri ég til að eiga fyrir húsaleigunni!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir svarar í heimasímann á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún hefur verið í löngu og góðu fríi frá stórborgarlífinu í London. „Tíminn hér í Svarfaðardalnum líður öðru vísi en úti og hér er gott að eiga athvarf,“ segir hún. Kveðst hafa komið heim í byrjun ágúst til að fara í göngu með foreldrum sínum, Kristjáni Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur, en skroppið út aftur til að syngja á Cambridge Folk Festival, einni stærstu þjóðlagahátíð á Englandi. „Mig dreymir um að vera hér á Tjörn hálft árið og hálft árið í London. Er að reyna að byggja þá brú. Það er svo erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum,“ segir hún. Ösp hefur sungið frá því hún man eftir sér, var í kór, kom fram með foreldrum sínum, söng verkalýðssöngva með Þórarni föðurbróður sínum og sálma í kirkjunni. „Það koma margir að Tjörn út af kirkjunni og sögunni. „Farðu út í kirkju og syngdu fyrir fólkið, var oft sagt við mig og ég fór,“ rifjar hún upp hlæjandi. Nú er Ösp að fara að gefa út disk þar sem hún syngur eigin tónsmíðar og er búin að taka upp fjögur lög af tíu. Hann heitir Tales from a Poplar Tree. Hún semur flesta textana sjálf en stórskáld eins og Davíð Stefánsson og Páll Ólafsson eiga þar líka ljóð. Þar sem margir kaupa frekar tónlist á netinu en geisladiska fengu hún og kærastinn, Richard, sem er vefhönnuður, þá óvenjulegu hugmynd að gefa lögin hennar út á vínyl og við. „Af því ég heiti Ösp og er mikill trjáunnandi datt mér í hug að saga niður skífur úr greinum sem komu illa undan vetri í garðinum á Tjörn, handskrifa nafnið mitt á þær og hafa slóð með niðurhalskóða hinum megin. Þá getur fólk hlaðið niður lögunum,“ útskýrir hún og bendir fólki á að hafa samband við sig gegn um heimasíðuna ospmusic.is og kveðst vera með söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. Það var í bluegrass-hljómsveitinni Brother Grass sem Ösp fór fyrst að búa til eigin músík. Í skólanum Institut of Contemporary Music í London þar sem hún lauk BA-prófi, kveðst hún hafa fengið mikinn stuðning við að semja sjálf og lokatónleikarnir þar hafi verið með eigin efni hennar. Ösp hefur verið búsett í London í fimm ár, fyrst við nám og síðustu tvö ár sem söngkona og kennari. „Að vera sjálfstætt starfandi í borg eins og London þýðir að maður þarf að búa sér til alls konar störf. Ég er djasssöngkona, þjóðlagasöngkona og syng í vel metnum kór, London Contemporary Voices. Þar syngjum við lög í óhefðbundnum útsetningum. Á 800 manna tónleikum í Frakklandi í júlí söng ég lag sem ég samdi við ljóðið Ástarnetið eftir Pál Ólafsson með 50 manna kór. Ég er líka í bandi með tveimur mönnum, öðrum frá Japan og hinum frá Sri Lanka. Við köllum okkur Hrím og erum að vinna að plötu. Verðum á hátíð í Wales í september sem heitir Festival Number 6.“ Meðal þess sem Ösp fæst við er að kenna börnum undir þriggja ára aldri tónlist. „Ég bjó til prógramm með tónlist og hreyfingu, er með klúta og hristur og leik mér með krökkunum á fjölskylduvænum kaffihúsum. Þetta geri ég til að eiga fyrir húsaleigunni!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira