Mo Farah vann tvennuna alveg eins og fyrir fjórum árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 02:19 Mo Farah fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Breski langhlauparinn Mo Farah varð í nótt Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta var annað gull hans á leikunum. Mo Farah vann einnig 10.000 þúsund metra hlaupið á dögunum en hann varði þar með báða titlana sem hann var á ÓL í London fyrir fjórum árum. Mo Farah er aðeins annar maðurinn í sögu Ólympíuleikanan sem nær að vinna bæði 5000 og 10.000 metra hlaupið á tveimur leikum í röð. Hann komst í hóp með Finnanum Lasse Viren sem náði sömu tvennu á ÓL í München 1972 og ÓL í Montreal 1976. Mo Farah kom í mark á 13 mínútum 3 sekúndum og 30 sekúndubrotum betur. Paul Kipkemoi Chelimo frá Bandaríkjunum var annar í mark en var hinsvegar dæmdur úr leik. Hann áfrýjaði og fékk uppreisn æru á endanum . Hagos Gebrhiwet frá Eþíópíu fékk því bronsið en ekki silfrið og Bernard Lagat frá Bandaríkjunum sat eftir með sárt ennið. Bernard Lagat er 41 árs og 252 daga gamall og hefði orðið elsti verðlaunahafinn í hlaupagreinum á Ólympíuleikunum. Hann var með bronsið í smá tíma eða þar til að Paul Kipkemoi Chelimo var dæmdur aftur inn eftir að hafa verið dæmdur úr leik. „Þetta sannar að þetta var engin tilviljun í London. Að ná þessu aftur er ótrúlegt. Ég trúi þessu varla," sagði Mo Farah eftir hlaupið. Mo Farah hefur nú unnið níu gull á Ólympíuleikum (4) og heimsmeistaramótum (5) en hann vann tvennuna líka á síðustu tveimur heimeistaramótum 2013 og 2015. Engin annar langhlauoari hefur unnið fleiri slíka titla á ferlinum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Breski langhlauparinn Mo Farah varð í nótt Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta var annað gull hans á leikunum. Mo Farah vann einnig 10.000 þúsund metra hlaupið á dögunum en hann varði þar með báða titlana sem hann var á ÓL í London fyrir fjórum árum. Mo Farah er aðeins annar maðurinn í sögu Ólympíuleikanan sem nær að vinna bæði 5000 og 10.000 metra hlaupið á tveimur leikum í röð. Hann komst í hóp með Finnanum Lasse Viren sem náði sömu tvennu á ÓL í München 1972 og ÓL í Montreal 1976. Mo Farah kom í mark á 13 mínútum 3 sekúndum og 30 sekúndubrotum betur. Paul Kipkemoi Chelimo frá Bandaríkjunum var annar í mark en var hinsvegar dæmdur úr leik. Hann áfrýjaði og fékk uppreisn æru á endanum . Hagos Gebrhiwet frá Eþíópíu fékk því bronsið en ekki silfrið og Bernard Lagat frá Bandaríkjunum sat eftir með sárt ennið. Bernard Lagat er 41 árs og 252 daga gamall og hefði orðið elsti verðlaunahafinn í hlaupagreinum á Ólympíuleikunum. Hann var með bronsið í smá tíma eða þar til að Paul Kipkemoi Chelimo var dæmdur aftur inn eftir að hafa verið dæmdur úr leik. „Þetta sannar að þetta var engin tilviljun í London. Að ná þessu aftur er ótrúlegt. Ég trúi þessu varla," sagði Mo Farah eftir hlaupið. Mo Farah hefur nú unnið níu gull á Ólympíuleikum (4) og heimsmeistaramótum (5) en hann vann tvennuna líka á síðustu tveimur heimeistaramótum 2013 og 2015. Engin annar langhlauoari hefur unnið fleiri slíka titla á ferlinum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira