Mo Farah vann tvennuna alveg eins og fyrir fjórum árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 02:19 Mo Farah fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Breski langhlauparinn Mo Farah varð í nótt Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta var annað gull hans á leikunum. Mo Farah vann einnig 10.000 þúsund metra hlaupið á dögunum en hann varði þar með báða titlana sem hann var á ÓL í London fyrir fjórum árum. Mo Farah er aðeins annar maðurinn í sögu Ólympíuleikanan sem nær að vinna bæði 5000 og 10.000 metra hlaupið á tveimur leikum í röð. Hann komst í hóp með Finnanum Lasse Viren sem náði sömu tvennu á ÓL í München 1972 og ÓL í Montreal 1976. Mo Farah kom í mark á 13 mínútum 3 sekúndum og 30 sekúndubrotum betur. Paul Kipkemoi Chelimo frá Bandaríkjunum var annar í mark en var hinsvegar dæmdur úr leik. Hann áfrýjaði og fékk uppreisn æru á endanum . Hagos Gebrhiwet frá Eþíópíu fékk því bronsið en ekki silfrið og Bernard Lagat frá Bandaríkjunum sat eftir með sárt ennið. Bernard Lagat er 41 árs og 252 daga gamall og hefði orðið elsti verðlaunahafinn í hlaupagreinum á Ólympíuleikunum. Hann var með bronsið í smá tíma eða þar til að Paul Kipkemoi Chelimo var dæmdur aftur inn eftir að hafa verið dæmdur úr leik. „Þetta sannar að þetta var engin tilviljun í London. Að ná þessu aftur er ótrúlegt. Ég trúi þessu varla," sagði Mo Farah eftir hlaupið. Mo Farah hefur nú unnið níu gull á Ólympíuleikum (4) og heimsmeistaramótum (5) en hann vann tvennuna líka á síðustu tveimur heimeistaramótum 2013 og 2015. Engin annar langhlauoari hefur unnið fleiri slíka titla á ferlinum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Breski langhlauparinn Mo Farah varð í nótt Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta var annað gull hans á leikunum. Mo Farah vann einnig 10.000 þúsund metra hlaupið á dögunum en hann varði þar með báða titlana sem hann var á ÓL í London fyrir fjórum árum. Mo Farah er aðeins annar maðurinn í sögu Ólympíuleikanan sem nær að vinna bæði 5000 og 10.000 metra hlaupið á tveimur leikum í röð. Hann komst í hóp með Finnanum Lasse Viren sem náði sömu tvennu á ÓL í München 1972 og ÓL í Montreal 1976. Mo Farah kom í mark á 13 mínútum 3 sekúndum og 30 sekúndubrotum betur. Paul Kipkemoi Chelimo frá Bandaríkjunum var annar í mark en var hinsvegar dæmdur úr leik. Hann áfrýjaði og fékk uppreisn æru á endanum . Hagos Gebrhiwet frá Eþíópíu fékk því bronsið en ekki silfrið og Bernard Lagat frá Bandaríkjunum sat eftir með sárt ennið. Bernard Lagat er 41 árs og 252 daga gamall og hefði orðið elsti verðlaunahafinn í hlaupagreinum á Ólympíuleikunum. Hann var með bronsið í smá tíma eða þar til að Paul Kipkemoi Chelimo var dæmdur aftur inn eftir að hafa verið dæmdur úr leik. „Þetta sannar að þetta var engin tilviljun í London. Að ná þessu aftur er ótrúlegt. Ég trúi þessu varla," sagði Mo Farah eftir hlaupið. Mo Farah hefur nú unnið níu gull á Ólympíuleikum (4) og heimsmeistaramótum (5) en hann vann tvennuna líka á síðustu tveimur heimeistaramótum 2013 og 2015. Engin annar langhlauoari hefur unnið fleiri slíka titla á ferlinum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira