FÍB mótmælir hugmyndum um einkavæðingu og vegatolla Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 09:49 FÍB telur að vegaframkvæmdir eigi áfram að vera á vegum ríkisins, ekki síst þar sem það innheimti miklu meira fé frá bíleigendum en notað er í vegaframkvæmdir. Á síðustu vikum hefur hefur talsvert verið rætt um hið bága ástand þjóðvegakerfis landsins og hugsanlegar úrbætur. Ein af þeim lausnum sem nefnd hefur verið er fólgin í einkaframkvæmdum við vegabætur með tilheyrandi vegatollum fyrir vegfarendur. Hefur þessi umræða meðal annars komið frá innanríkisráðherra landsins, Ólöfu Nordal. FÍB mótmælir þessum hugmyndum ráðherrans og telur að enn eina ferðina sé troðið á bíleigendum og enn skuli stofnað til aukins kostnaðar þeim til handa. Það yrði í ofanálag við 60-70 milljarða króna skattheimtu bíleigenda á ári, en á sama tíma sé aðeins 1/5 þess fjár varið í vegaframkvæmdir. FÍB bendir á að þjóðvegakerfi landsins sé í bágu ástandi eftir áralangan viðhaldsskort. Í kjölfar batnandi efnahags og gríðarlegs fjölda ferðamanna sem lagt hefur leið sína til Íslands undanfarin fá ár og stóraukinnar umferðar á vegunum er þörf skjótra úrbóta ef vegir víða eiga ekki hreinlega að eyðileggjast. Það er flestum ljóst. En ennþá er lausnarorðið einkavæðing eða einkaframkvæmd á þessum eða hinum vegarkaflanum. FÍB bendir ennfremur á að hver stjórnmálasamtökin og hver stjórnmálamaðurinn um annan þveran kveði nú sönginn um einkaframkvæmd í vegbótum. Og áfram segir í grein á heimasíðu FÍB um þetta mál: Nú nýlega fór innanríkisráðherra, sem ekki hefur enn tekist að koma samgönguáætlun 2015 til 2018 í gegnum þingið, að kyrja þessa möntru. Stofnuð skulu hlutafélög sem taka eiga framkvæmdafé að láni á ábyrgð ríkissjóðs en rukka svo vegfarendur um vegatolla í ofanálag við öll þau milljarða gjöld sem lögð eru á umferðina. Gamla hugmyndin frá 2010 sem svokallaðir félagshyggjuflokkar á Alþingi stóðu að um að einkavæða helstu samgönguleiðirnar út frá höfuðborgarsvæðinu og byrgja það inni með vegatollamúr, er tekin að ganga aftur ljósum logum. Þá mótmælti FÍB því kröftuglega að þessi eignaupptaka á eigum almennings – þjóðvegunum - ætti sér stað. FÍB efndi til undirskriftasöfnunar á www.fib.is gegn þessum áformum. Hún var aldrei auglýst sérstaklega en viðbrögð almennings voru mjög sterk og skýr: Þegar söfnuninni lauk þann 11. janúar 2011 eftir einungis eina viku höfðu 41.500 atkvæðisbærra landsmanna mótmælt einkavæðingarhugmyndunum með því að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu: -Ég mótmæli hugmynd um vegatolla í ofanálag við ofurháa eldsneytis- og bifreiðaskatta!Það voru ekki síst íbúar landsvæða sem fyrirhugaðir vegatollar kæmu einna þyngst niður á, sem brugðust harðast við. Þannig skrifuðu 32% kosningabærra manna á Selfossi undir mótmælin, 42% í Hveragerði, 31% í Reykjanesbæ, 28% í Grindavík, 25% í Mosfellsbæ, 38% á Kjalarnesi og 24% á Akranesi. Í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið að jafnaði tæplega 20% - og allur þessi fjöldi á aðeins einni viku. Þessi sterku viðbrögð almennings eru einsdæmi og sýndu glöggt hug fólks. Rétt er að minna á þetta nú þegar sömu hugmyndirnar eru nú einungis fimm árum seinna teknar að ganga ljósum lögum í aðdraganda alþingiskosninganna sem standa fyrir dyrum síðar í haust. Gera má ráð fyrir því að á þessu ári innheimti ríkissjóður um 65 milljarða króna af bifreiðum og umferð. Væri helmingnum af því skattfé varið til viðhalds og nýframkvæmda í þjóðvegakerfinu, væri ekki ástæða til að kvarta. Hugmyndir sumra pólitíkusa ganga út frá því að einkavæða valda lykilkafla þjóðvegakerfisins og innheimta vegatolla fyrir akstur um þá í ofanálag við fyrrnefnda 65 milljarða. Út frá umferðartölum og markaðsforsendum eru þessir vegir nær eingöngu á suðvesturhorni landsins. Þessar hugmyndir ganga í berhögg við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Það að taka nánast af handahófi einn og einn kafla af samhangandi og samstæðu þjóðvegakerfi á Íslandi út fyrir sviga og gera gjaldskyldan sérstaklega, er brot á grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi ríkisins – samfélagsins. Hugmyndin um að sérstakt eignarfélag, hvaða nafni sem nefnist, ehf, ohf, sem byggi, eigi og reki með gjaldtöku valda lykilkafla í þjóðvegakerfi Íslands er ósættanleg mótsögn við grundvallarhugmyndina um samhangandi þjóðvegakerfi ríkisins í þágu allra byggða, í þágu allra landsmanna jafnt. Ef ætlunin er að breyta þessu, þá þarf að spyrja þjóðina fyrst. Það hefur ekki verið gert. Samgöngur á landi á Íslandi byggjast á því að samfélagið eigi vegina og hafi af þeim allan veg og vanda. Vegakerfið er þjóðvegakerfi. Ríkið hefur byggt það upp og rekur það á bæði samfélagslegum og hagfræðilegum forsendum. Þar sem landið er eyja er þjóðvegakerfið lokað á þann hátt að það tengist vegakerfum annarra ríkja að mjög litlu leyti, einna helst með vikulegum ferjusiglingum milli Seyðisfjarðar og Norður-Jótlands.Afar litlar vegaframkvæmdir hafa verið landinu á undanförnum árum, en það hefur ekki að sama skapi minnkað skattinnheimtu ríkisins frá bíleigendum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Á síðustu vikum hefur hefur talsvert verið rætt um hið bága ástand þjóðvegakerfis landsins og hugsanlegar úrbætur. Ein af þeim lausnum sem nefnd hefur verið er fólgin í einkaframkvæmdum við vegabætur með tilheyrandi vegatollum fyrir vegfarendur. Hefur þessi umræða meðal annars komið frá innanríkisráðherra landsins, Ólöfu Nordal. FÍB mótmælir þessum hugmyndum ráðherrans og telur að enn eina ferðina sé troðið á bíleigendum og enn skuli stofnað til aukins kostnaðar þeim til handa. Það yrði í ofanálag við 60-70 milljarða króna skattheimtu bíleigenda á ári, en á sama tíma sé aðeins 1/5 þess fjár varið í vegaframkvæmdir. FÍB bendir á að þjóðvegakerfi landsins sé í bágu ástandi eftir áralangan viðhaldsskort. Í kjölfar batnandi efnahags og gríðarlegs fjölda ferðamanna sem lagt hefur leið sína til Íslands undanfarin fá ár og stóraukinnar umferðar á vegunum er þörf skjótra úrbóta ef vegir víða eiga ekki hreinlega að eyðileggjast. Það er flestum ljóst. En ennþá er lausnarorðið einkavæðing eða einkaframkvæmd á þessum eða hinum vegarkaflanum. FÍB bendir ennfremur á að hver stjórnmálasamtökin og hver stjórnmálamaðurinn um annan þveran kveði nú sönginn um einkaframkvæmd í vegbótum. Og áfram segir í grein á heimasíðu FÍB um þetta mál: Nú nýlega fór innanríkisráðherra, sem ekki hefur enn tekist að koma samgönguáætlun 2015 til 2018 í gegnum þingið, að kyrja þessa möntru. Stofnuð skulu hlutafélög sem taka eiga framkvæmdafé að láni á ábyrgð ríkissjóðs en rukka svo vegfarendur um vegatolla í ofanálag við öll þau milljarða gjöld sem lögð eru á umferðina. Gamla hugmyndin frá 2010 sem svokallaðir félagshyggjuflokkar á Alþingi stóðu að um að einkavæða helstu samgönguleiðirnar út frá höfuðborgarsvæðinu og byrgja það inni með vegatollamúr, er tekin að ganga aftur ljósum logum. Þá mótmælti FÍB því kröftuglega að þessi eignaupptaka á eigum almennings – þjóðvegunum - ætti sér stað. FÍB efndi til undirskriftasöfnunar á www.fib.is gegn þessum áformum. Hún var aldrei auglýst sérstaklega en viðbrögð almennings voru mjög sterk og skýr: Þegar söfnuninni lauk þann 11. janúar 2011 eftir einungis eina viku höfðu 41.500 atkvæðisbærra landsmanna mótmælt einkavæðingarhugmyndunum með því að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu: -Ég mótmæli hugmynd um vegatolla í ofanálag við ofurháa eldsneytis- og bifreiðaskatta!Það voru ekki síst íbúar landsvæða sem fyrirhugaðir vegatollar kæmu einna þyngst niður á, sem brugðust harðast við. Þannig skrifuðu 32% kosningabærra manna á Selfossi undir mótmælin, 42% í Hveragerði, 31% í Reykjanesbæ, 28% í Grindavík, 25% í Mosfellsbæ, 38% á Kjalarnesi og 24% á Akranesi. Í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið að jafnaði tæplega 20% - og allur þessi fjöldi á aðeins einni viku. Þessi sterku viðbrögð almennings eru einsdæmi og sýndu glöggt hug fólks. Rétt er að minna á þetta nú þegar sömu hugmyndirnar eru nú einungis fimm árum seinna teknar að ganga ljósum lögum í aðdraganda alþingiskosninganna sem standa fyrir dyrum síðar í haust. Gera má ráð fyrir því að á þessu ári innheimti ríkissjóður um 65 milljarða króna af bifreiðum og umferð. Væri helmingnum af því skattfé varið til viðhalds og nýframkvæmda í þjóðvegakerfinu, væri ekki ástæða til að kvarta. Hugmyndir sumra pólitíkusa ganga út frá því að einkavæða valda lykilkafla þjóðvegakerfisins og innheimta vegatolla fyrir akstur um þá í ofanálag við fyrrnefnda 65 milljarða. Út frá umferðartölum og markaðsforsendum eru þessir vegir nær eingöngu á suðvesturhorni landsins. Þessar hugmyndir ganga í berhögg við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Það að taka nánast af handahófi einn og einn kafla af samhangandi og samstæðu þjóðvegakerfi á Íslandi út fyrir sviga og gera gjaldskyldan sérstaklega, er brot á grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi ríkisins – samfélagsins. Hugmyndin um að sérstakt eignarfélag, hvaða nafni sem nefnist, ehf, ohf, sem byggi, eigi og reki með gjaldtöku valda lykilkafla í þjóðvegakerfi Íslands er ósættanleg mótsögn við grundvallarhugmyndina um samhangandi þjóðvegakerfi ríkisins í þágu allra byggða, í þágu allra landsmanna jafnt. Ef ætlunin er að breyta þessu, þá þarf að spyrja þjóðina fyrst. Það hefur ekki verið gert. Samgöngur á landi á Íslandi byggjast á því að samfélagið eigi vegina og hafi af þeim allan veg og vanda. Vegakerfið er þjóðvegakerfi. Ríkið hefur byggt það upp og rekur það á bæði samfélagslegum og hagfræðilegum forsendum. Þar sem landið er eyja er þjóðvegakerfið lokað á þann hátt að það tengist vegakerfum annarra ríkja að mjög litlu leyti, einna helst með vikulegum ferjusiglingum milli Seyðisfjarðar og Norður-Jótlands.Afar litlar vegaframkvæmdir hafa verið landinu á undanförnum árum, en það hefur ekki að sama skapi minnkað skattinnheimtu ríkisins frá bíleigendum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent