Úlfar hættir sem landsliðsþjálfari í lok ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2016 09:14 Úlfar hefur verið landsliðsþjálfari frá 2011. vísir/anton Úlfar Jónsson lætur af störfum sem landsliðsþjálfari í golfi í lok ársins. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ. Auk þess að gegna starfi landsliðsþjálfara er Úlfar íþróttastjóri GKG. Hann segir að það sé erfitt að samrýma þessi tvö störf. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfssemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og einnig í mínu aðalstarfi sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar framundan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af ýmsum ástæðum,“ er haft eftir Úlfari á heimasíðu GSÍ. Úlfar, sem hefur gegnt starfi landsliðsþjálfara frá 2011, segir mikilvægt að næsti landsliðsþjálfari verði í fullu starfi. „Að mínu mati er GSÍ á þeim stað í dag með landsliðsstarfið að ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf. Það var ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera slíkt fyrir fimm árum þegar ég var ráðinn en ég tel að sá tími sé runninn upp,“ segir Úlfar sem vill að golfhreyfingin leiti inn á við við val á nýjum landsliðsþjálfara. „Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn. Umhverfið hefur breyst mikið frá þeim tíma þegar t.d. Staffan Johanson þáverandi landsliðsþjálfari var búsettur í Svíþjóð og kom hingað til lands með reglulegu millibili.“ Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Úlfar Jónsson lætur af störfum sem landsliðsþjálfari í golfi í lok ársins. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ. Auk þess að gegna starfi landsliðsþjálfara er Úlfar íþróttastjóri GKG. Hann segir að það sé erfitt að samrýma þessi tvö störf. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfssemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og einnig í mínu aðalstarfi sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar framundan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af ýmsum ástæðum,“ er haft eftir Úlfari á heimasíðu GSÍ. Úlfar, sem hefur gegnt starfi landsliðsþjálfara frá 2011, segir mikilvægt að næsti landsliðsþjálfari verði í fullu starfi. „Að mínu mati er GSÍ á þeim stað í dag með landsliðsstarfið að ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf. Það var ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera slíkt fyrir fimm árum þegar ég var ráðinn en ég tel að sá tími sé runninn upp,“ segir Úlfar sem vill að golfhreyfingin leiti inn á við við val á nýjum landsliðsþjálfara. „Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn. Umhverfið hefur breyst mikið frá þeim tíma þegar t.d. Staffan Johanson þáverandi landsliðsþjálfari var búsettur í Svíþjóð og kom hingað til lands með reglulegu millibili.“
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira