Blásið í bilað gjallarhorn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar