Ekki endilega söngleikur Reykjavíkurdætra Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2016 10:15 Salka Valsdóttir er einn af heilunum bak við sýninguna Reykjavíkurdætur. Vísir/Daníel Við vorum boðaðar á fund og okkur var boðið litla sviðið, budget, tæknimenn og að við megum bara gera það sem við viljum. Þetta er bara massívt opið fyrirbæri – svona eins og þetta er núna. Það er ekki verið að biðja okkur um að halda tónleika eða að skrifa leiksýningu endilega, ekki einu sinni verið að biðja okkur að leika í þessu sjálfar – það er bara verið að biðja okkur um að taka þetta rými og gera það sem við viljum með það. Ég get samt sagt það að við ætlum að nýta hópinn – nota hann eins og fjársjóðskistu. En það gæti verið að allur hópurinn verði bak við tjöldin á endanum,“ segir Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og heilinn á bak við sýninguna Reykjavíkurdætur, sem verður frumsýnd í maí á næsta ári í Borgarleikhúsinu spurð um hvers lags sýningu sé nú eiginlega að ræða. „Við erum með teymi innan Reykjavíkurdætra núna sem við formuðum eftir að ég, Kolfinna og Blær fórum á fundinn með leikhússtjóra. Við tókum ábyrgð á þessu verkefni og fengum svo með okkur fleiri stelpur úr hópnum. Núna erum við að sinna rannsóknar- og verkefnavinnu sem er leidd af Kolfinnu sem er í raun leikstjórinn að verkefninu. Við erum að sýna hver annarri myndir og hugmyndir – þetta er á algjöru frumstigi enn þá. Við erum að fara að kynna verkefnið fyrir starfsfólki og listrænum stjórnendum í Borgarleikhúsinu núna á mánudaginn. Þannig að við erum búnar að vera að vinna í því að setja saman grunnþemu og hugmyndir sem við höfum verið að vinna í í sumar. Við eigum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu efni núna sem væri hægt að setja upp sem viðmið. Þetta er samt svona sýning sem á ekki eftir að verða ljóst hvernig verður nákvæmlega fyrr en svona viku fyrir sýningu.“ Þann 3. september næstkomandi verða útgáfutónleikar Reykjavíkurdætra en þær gáfu nýlega út sína fyrstu plötu. Þar má búast við miklu sjónarspili. „Útgáfutónleikarnir okkar verða mikið og stórt sjó sem við erum að plotta. Þeir verða kannski meira eins og Reykjavíkurdætur: Söngleikurinn heldur en leikritið á svo eftir að enda. Það verður samt kannski einhvers konar referens að því leyti að þarna verður stór hópur að performa – þetta gæti gefið einhvern forsmekk að því hvernig þetta á eftir að líta út hjá okkur, en kannski ekki,“ segir Salka dularfull, spurð hvort við fáum ekki smá smakk á tónleikunum. Leikhús Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við vorum boðaðar á fund og okkur var boðið litla sviðið, budget, tæknimenn og að við megum bara gera það sem við viljum. Þetta er bara massívt opið fyrirbæri – svona eins og þetta er núna. Það er ekki verið að biðja okkur um að halda tónleika eða að skrifa leiksýningu endilega, ekki einu sinni verið að biðja okkur að leika í þessu sjálfar – það er bara verið að biðja okkur um að taka þetta rými og gera það sem við viljum með það. Ég get samt sagt það að við ætlum að nýta hópinn – nota hann eins og fjársjóðskistu. En það gæti verið að allur hópurinn verði bak við tjöldin á endanum,“ segir Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og heilinn á bak við sýninguna Reykjavíkurdætur, sem verður frumsýnd í maí á næsta ári í Borgarleikhúsinu spurð um hvers lags sýningu sé nú eiginlega að ræða. „Við erum með teymi innan Reykjavíkurdætra núna sem við formuðum eftir að ég, Kolfinna og Blær fórum á fundinn með leikhússtjóra. Við tókum ábyrgð á þessu verkefni og fengum svo með okkur fleiri stelpur úr hópnum. Núna erum við að sinna rannsóknar- og verkefnavinnu sem er leidd af Kolfinnu sem er í raun leikstjórinn að verkefninu. Við erum að sýna hver annarri myndir og hugmyndir – þetta er á algjöru frumstigi enn þá. Við erum að fara að kynna verkefnið fyrir starfsfólki og listrænum stjórnendum í Borgarleikhúsinu núna á mánudaginn. Þannig að við erum búnar að vera að vinna í því að setja saman grunnþemu og hugmyndir sem við höfum verið að vinna í í sumar. Við eigum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu efni núna sem væri hægt að setja upp sem viðmið. Þetta er samt svona sýning sem á ekki eftir að verða ljóst hvernig verður nákvæmlega fyrr en svona viku fyrir sýningu.“ Þann 3. september næstkomandi verða útgáfutónleikar Reykjavíkurdætra en þær gáfu nýlega út sína fyrstu plötu. Þar má búast við miklu sjónarspili. „Útgáfutónleikarnir okkar verða mikið og stórt sjó sem við erum að plotta. Þeir verða kannski meira eins og Reykjavíkurdætur: Söngleikurinn heldur en leikritið á svo eftir að enda. Það verður samt kannski einhvers konar referens að því leyti að þarna verður stór hópur að performa – þetta gæti gefið einhvern forsmekk að því hvernig þetta á eftir að líta út hjá okkur, en kannski ekki,“ segir Salka dularfull, spurð hvort við fáum ekki smá smakk á tónleikunum.
Leikhús Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira