Húsgagnasmiður, innanhússarkitekt og átta barna móðir Magnús Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2016 10:15 Birta Fróðadóttir við skrifpúlt skáldsins sem amma hennar og alnafna hannaði og var smíðað eftir teikningum hennar á trésmíðaverkstæðinu Björk. Visir/GVA Birta Fróðadóttir var fyrsta konan á Íslandi sem var menntuð í innanhússarkitektúr og húsgagnasmíði. Birta var fædd Birte Brow Sørensen í Danmörku árið 1919 og nú tæpri öld síðar er alnafna hennar og ömmubarn, Birta Fróðadóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Smiður eða ekki smiður, sem verður opnuð í dag fimmtudag, kl. 17 í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefst tækifæri til þess að skoða ævi og störf þessarar merku konu og Birta sýningarstjóri segir að það sé ekki hægt að neita því að hönnunarblóðið sé í fjölskyldunni og að líkast til hafi nú amma hennar átt heiðurinn af því að flytja það inn. „Ég náði því miður ekki að hitta hana en hún var víst mjög sterkur karakter og hafði upp á margt að bjóða. Við erum að taka saman og sýna hennar verk og margt af því er í eigu fjölskyldunnar. Það er mikið til af teikningum og ljósmyndum og svo sýningargripir sem verða á sýningunni líka. Þar á meðal er skrifborð sem var sveinsstykkið hennar í Kaupmannahöfn og svo skrifpúltið sem hún hannaði og smíðaði fyrir Halldór Laxness á Gljúfrasteini. Sá gripur er reyndar að yfirgefa húsið í fyrsta skiptið en púltið er búið að vera inni í herbergi skáldsins síðan það var sett upp árið 1945.Verkstæðisstúlka Amma byrjaði feril sinn sem húsgagnasmiður, var í fjögur og hálft ár í læri og starfandi á verkstæði. Hún var mjög ung þegar þetta var og vakti strax mikla athygli í Kaupmanahöfn fyrir að vera ung stúlka í þessu fagi. Það var ekki hlaupið að því fyrir unga konu að komast á samning en hún fann þó á endanum snikkara sem var til í að gefa henni tækifæri og hún vakti líka athygli fyrir að standa sig vel. Það voru tekin við hana viðtöl í dönskum blöðum út af þessu og þar sagði hún frá því að hún væri mikið í því að fara heim til fólks og gera við húsgögn. Fólk varð víst alltaf jafn hissa þegar það opnaði hurðina fyrir verkstæðismanninum og þá stóð þar ung stúlka með hendur í vösum. Hún fór síðan í meira nám enda hafði hún á orði að hönnun væri eitthvað sem hentaði konum ákaflega vel. Þetta var frekar nýtt nám á þessum tíma og hún sagði að þessi fínlegi partur starfsins hentaði konum vel. Þessi skynjun á formi, litum og efni. Því ákvað hún að fara í hönnunarnám sem varð síðar Skolen for boligindretning. Reynsla hennar úr handverkinu reyndist henni vel og hjálpaði henni mikið því hún hafði reynslu og færni við að handleika hlutina og ég held reyndar að það vanti mikið inn í margt af hönnunarnámi dagsins í dag.“Birta Fróðadóttir, ung kona við hefilbekkinn í húsgagnasmíðinni.Innréttingar og garðyrkja Birta giftist Jóhanni Kr. Jónssyni í október 1943 en þau höfðu kynnst er Jóhann var í námi við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og vann á garðyrkjubúi föður Birtu. „Þau urðu innlyksa fram yfir stríð en komu heim með fyrsta skipi, amma þá ólétt af þeirra fyrsta barni. Fyrsta veturinn bjuggu þau við Stýrimannastíginn og þar kynntust þær Birta og Auður Sveinsdóttir Laxness en þær áttu eftir að verða miklar vinkonur. Auður fékk ömmu til liðs við sig við að innrétta Gljúfrastein og að auki teiknaði hún sérstakt skrifpúlt og innréttingar í herbergi skáldsins. Þetta var um svipað leyti og amma og afi fluttu í Mosfellsdalinn og hófu búskap í Reykjahlíð en framan af starfaði afi þar fyrir Garðyrkjustjóra ríkisins. Seinna leigðu þau svo land af kirkjunni og byggðu Dalsgarð.Birta Fróðadóttir og Jóhann Kr. Jónsson ásamt börnunum sínum átta.Átta börn og Gljúfrasteinn Amma og afi eignuðust átta börn á þrettán árum sem er auðvitað rosalegt. Sjálf er ég nú bara með mín fyrstu hérna sex mánaða svo ég er mjög mikið að hugsa til hennar Birtu. En ég efast ekki heldur um að saga ömmu minnar er líka saga fleiri kvenna. Það fóru konur héðan út í myndlistarnám og fleira til Kaupmannahafnar en svo þegar þær komu aftur heim þá tók ekkert annað á móti þeim en húsmóðurhlutverkið. Það þótti ekkert sjálfsagt mál að kona færi að starfa sem hönnuður eða listamaður. Ég hugsa að hún hafi nú gjarnan viljað geta sinnt þessu meira en ég held að hún hafi líka notið þess fram í fingurgóma að vera átta barna móðir. Hún var með drauma um að opna húsgagnaverslun, geta verið með verkstæði og svona að fást við sitt fag. Hún hefur séð möguleika í því hversu skammt á veg Ísland var komið í þessum efnum og maður sér aðeins í gegnum vinnuna hennar á Gljúfrasteini hversu mikla útsjónarsemi þurfti til við íslenskar aðstæður. Gljúfrasteinn er að mörgu leyti ekki aðeins hús skáldsins heldur einnig ein af okkar merkustu heimildum um hönnunarsöguna og okkar eina dæmi um það frá þessum tíma. Það mætti því gjarnan segja líka sögu hlutanna þar og þeirra miklu dönsku áhrifa sem er að finna í íslenskri hönnunarsögu. Enda gleður það mig mikið að fólk geti nú komið á sýninguna og skoðað þessa fallegu gripi og kynnt sér sögu þessarar merku konu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. ágúst. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Birta Fróðadóttir var fyrsta konan á Íslandi sem var menntuð í innanhússarkitektúr og húsgagnasmíði. Birta var fædd Birte Brow Sørensen í Danmörku árið 1919 og nú tæpri öld síðar er alnafna hennar og ömmubarn, Birta Fróðadóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Smiður eða ekki smiður, sem verður opnuð í dag fimmtudag, kl. 17 í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefst tækifæri til þess að skoða ævi og störf þessarar merku konu og Birta sýningarstjóri segir að það sé ekki hægt að neita því að hönnunarblóðið sé í fjölskyldunni og að líkast til hafi nú amma hennar átt heiðurinn af því að flytja það inn. „Ég náði því miður ekki að hitta hana en hún var víst mjög sterkur karakter og hafði upp á margt að bjóða. Við erum að taka saman og sýna hennar verk og margt af því er í eigu fjölskyldunnar. Það er mikið til af teikningum og ljósmyndum og svo sýningargripir sem verða á sýningunni líka. Þar á meðal er skrifborð sem var sveinsstykkið hennar í Kaupmannahöfn og svo skrifpúltið sem hún hannaði og smíðaði fyrir Halldór Laxness á Gljúfrasteini. Sá gripur er reyndar að yfirgefa húsið í fyrsta skiptið en púltið er búið að vera inni í herbergi skáldsins síðan það var sett upp árið 1945.Verkstæðisstúlka Amma byrjaði feril sinn sem húsgagnasmiður, var í fjögur og hálft ár í læri og starfandi á verkstæði. Hún var mjög ung þegar þetta var og vakti strax mikla athygli í Kaupmanahöfn fyrir að vera ung stúlka í þessu fagi. Það var ekki hlaupið að því fyrir unga konu að komast á samning en hún fann þó á endanum snikkara sem var til í að gefa henni tækifæri og hún vakti líka athygli fyrir að standa sig vel. Það voru tekin við hana viðtöl í dönskum blöðum út af þessu og þar sagði hún frá því að hún væri mikið í því að fara heim til fólks og gera við húsgögn. Fólk varð víst alltaf jafn hissa þegar það opnaði hurðina fyrir verkstæðismanninum og þá stóð þar ung stúlka með hendur í vösum. Hún fór síðan í meira nám enda hafði hún á orði að hönnun væri eitthvað sem hentaði konum ákaflega vel. Þetta var frekar nýtt nám á þessum tíma og hún sagði að þessi fínlegi partur starfsins hentaði konum vel. Þessi skynjun á formi, litum og efni. Því ákvað hún að fara í hönnunarnám sem varð síðar Skolen for boligindretning. Reynsla hennar úr handverkinu reyndist henni vel og hjálpaði henni mikið því hún hafði reynslu og færni við að handleika hlutina og ég held reyndar að það vanti mikið inn í margt af hönnunarnámi dagsins í dag.“Birta Fróðadóttir, ung kona við hefilbekkinn í húsgagnasmíðinni.Innréttingar og garðyrkja Birta giftist Jóhanni Kr. Jónssyni í október 1943 en þau höfðu kynnst er Jóhann var í námi við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og vann á garðyrkjubúi föður Birtu. „Þau urðu innlyksa fram yfir stríð en komu heim með fyrsta skipi, amma þá ólétt af þeirra fyrsta barni. Fyrsta veturinn bjuggu þau við Stýrimannastíginn og þar kynntust þær Birta og Auður Sveinsdóttir Laxness en þær áttu eftir að verða miklar vinkonur. Auður fékk ömmu til liðs við sig við að innrétta Gljúfrastein og að auki teiknaði hún sérstakt skrifpúlt og innréttingar í herbergi skáldsins. Þetta var um svipað leyti og amma og afi fluttu í Mosfellsdalinn og hófu búskap í Reykjahlíð en framan af starfaði afi þar fyrir Garðyrkjustjóra ríkisins. Seinna leigðu þau svo land af kirkjunni og byggðu Dalsgarð.Birta Fróðadóttir og Jóhann Kr. Jónsson ásamt börnunum sínum átta.Átta börn og Gljúfrasteinn Amma og afi eignuðust átta börn á þrettán árum sem er auðvitað rosalegt. Sjálf er ég nú bara með mín fyrstu hérna sex mánaða svo ég er mjög mikið að hugsa til hennar Birtu. En ég efast ekki heldur um að saga ömmu minnar er líka saga fleiri kvenna. Það fóru konur héðan út í myndlistarnám og fleira til Kaupmannahafnar en svo þegar þær komu aftur heim þá tók ekkert annað á móti þeim en húsmóðurhlutverkið. Það þótti ekkert sjálfsagt mál að kona færi að starfa sem hönnuður eða listamaður. Ég hugsa að hún hafi nú gjarnan viljað geta sinnt þessu meira en ég held að hún hafi líka notið þess fram í fingurgóma að vera átta barna móðir. Hún var með drauma um að opna húsgagnaverslun, geta verið með verkstæði og svona að fást við sitt fag. Hún hefur séð möguleika í því hversu skammt á veg Ísland var komið í þessum efnum og maður sér aðeins í gegnum vinnuna hennar á Gljúfrasteini hversu mikla útsjónarsemi þurfti til við íslenskar aðstæður. Gljúfrasteinn er að mörgu leyti ekki aðeins hús skáldsins heldur einnig ein af okkar merkustu heimildum um hönnunarsöguna og okkar eina dæmi um það frá þessum tíma. Það mætti því gjarnan segja líka sögu hlutanna þar og þeirra miklu dönsku áhrifa sem er að finna í íslenskri hönnunarsögu. Enda gleður það mig mikið að fólk geti nú komið á sýninguna og skoðað þessa fallegu gripi og kynnt sér sögu þessarar merku konu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. ágúst.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira