Frændi ofurstans virðist hafa gefið upp háleynilega uppskrift KFC Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 10:39 Er þetta uppskriftin háleynilega? Samsett/Getty Uppskriftin að kryddblöndunni sem umlykur kjúklinginn af KFC hefur í gegnum tíðina verið eitt besta geymda leyndarmál heimsins. Þangað til nú en svo virðist sem að frændi ofurstans, hafi óvart ljóstrað uppi um uppskriftina. KFC leggur svo mikla áherslu á að vernda uppskriftina að hin upprunalega handskrifaða útgáfa hennar er geymd í risastórum öryggisskáp, umkringd steypu, hreyfiskynjurum og myndavélum. Allar þessar öryggisráðstafanir virðast þó ekki geta varið fyrirtækið fyrir mannlegum mistökum, eins og oft vill verða. Blaðamaður Chicago Tribune var sendur til bæjarins Corbin í Kentucky-ríki Bandaríkjanna til þess að skrifa ósköp venjulega grein um KFC og uppruna kjúklingsins fræga. Hitti hann mann að nafni Joe Ledington, frænda Sanders ofursta sem stofnaði KFC á sínum tíma. Ledington sýndi blaðamanninum gamlar úrklippubækur úr safni ofurstans og þar á meðal var uppskriftin að kryddblöndunni sjálfri. „Þetta er hinn upprunalega uppskrift sem átti að vera svo leynileg,“ sagði Ledington en sjá má uppskriftina hér að neðan. 5 dl af hveiti 1/2 teskeið timjan 1/2 teskeið basil 2/3 matskeið salt 1/3 matskeið oreganó 1 matskeið sellerísalt 1 matskeið svartur pipar 1 matskeið sinnepsduft 4 matskeiðar parikuduft 2 matskeiðar hvítlaukssalt 1 matskeið mulið engifer 3 matskeiðar hvítur pipar Matgæðingar Chigaco Tribune voru ekki lengi að prófa uppskriftina og bera þær saman við kjúkling frá KFC. Eftir að hafa bætt við örlitlu MSG voru þeir allir sammála um að nánast ómögulegt væri að greina kjúklingana í sundur. Sjá má myndband af tilraun þeirra hér að neðan auk þess að nálgast má heildaruppskriftina sem notast var við hér.KFC neitar því þó alfarið að uppskriftin sé hin eina sanna. Kjúklingur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Uppskriftin að kryddblöndunni sem umlykur kjúklinginn af KFC hefur í gegnum tíðina verið eitt besta geymda leyndarmál heimsins. Þangað til nú en svo virðist sem að frændi ofurstans, hafi óvart ljóstrað uppi um uppskriftina. KFC leggur svo mikla áherslu á að vernda uppskriftina að hin upprunalega handskrifaða útgáfa hennar er geymd í risastórum öryggisskáp, umkringd steypu, hreyfiskynjurum og myndavélum. Allar þessar öryggisráðstafanir virðast þó ekki geta varið fyrirtækið fyrir mannlegum mistökum, eins og oft vill verða. Blaðamaður Chicago Tribune var sendur til bæjarins Corbin í Kentucky-ríki Bandaríkjanna til þess að skrifa ósköp venjulega grein um KFC og uppruna kjúklingsins fræga. Hitti hann mann að nafni Joe Ledington, frænda Sanders ofursta sem stofnaði KFC á sínum tíma. Ledington sýndi blaðamanninum gamlar úrklippubækur úr safni ofurstans og þar á meðal var uppskriftin að kryddblöndunni sjálfri. „Þetta er hinn upprunalega uppskrift sem átti að vera svo leynileg,“ sagði Ledington en sjá má uppskriftina hér að neðan. 5 dl af hveiti 1/2 teskeið timjan 1/2 teskeið basil 2/3 matskeið salt 1/3 matskeið oreganó 1 matskeið sellerísalt 1 matskeið svartur pipar 1 matskeið sinnepsduft 4 matskeiðar parikuduft 2 matskeiðar hvítlaukssalt 1 matskeið mulið engifer 3 matskeiðar hvítur pipar Matgæðingar Chigaco Tribune voru ekki lengi að prófa uppskriftina og bera þær saman við kjúkling frá KFC. Eftir að hafa bætt við örlitlu MSG voru þeir allir sammála um að nánast ómögulegt væri að greina kjúklingana í sundur. Sjá má myndband af tilraun þeirra hér að neðan auk þess að nálgast má heildaruppskriftina sem notast var við hér.KFC neitar því þó alfarið að uppskriftin sé hin eina sanna.
Kjúklingur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira