Á fullu við að standsetja nýtt stúdíó gyða lóa ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 10:00 Logi segir framkvæmdirnar ganga vel og vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september. „Við erum sem sagt að flytja í nýtt húsnæði og erum að byggja og hanna rýmið og reyna að gera þetta að próper vinnuaðstöðu,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson en útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson ásamt útgáfunni Sticky Records hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að endurbótum á húsnæði í miðbænum sem hýsa mun bæði fyrirtækin. „Við byrjuðum á að rífa eitthvað niður og flota allt,“ segir Logi en auk þess að njóta dyggrar aðstoðar fagmanna í byggingabransanum hefur Logi ásamt hinum látið hendur standa fram úr ermum í framkvæmdunum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september og þá verði hafist handa við að hlaða út slögurum. Það er hins vegar ekki nóg að reisa veggi og flota gólf og leitar Logi eftir góðum ábendingum um smekklegar mublur, lampa og plastplöntur. Fyrir utan framkvæmdir og fyrirhugaða hljóðversflutninga er annars nóg um að vera hjá Loga en hann er með puttana í fjölmörgum tónlistarverkefnum. Næst á döfinni er að hita upp fyrir poppprinsinn Justin Bieber með Sturla Atlas og stuttu eftir það leggja þeir félagar land undir fót. „Nú erum við að undirbúa fyrsta Evrópugigg Sturla Atlas. Það er núna rétt eftir Bieber-ævintýrið,“ segir Logi en þá spila þeir ásamt bandarísku tónlistarkonunni Nite-Jewel í London. Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá Sturla Atlas, því stutt er síðan vefsíða tímaritsins i-D birti greinargóða úttekt á sveitinni ásamt myndbandi. Hljómsveitin Retro Stefson er svo á leið í tónleikaferð í október en sveitin fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og segir Logi að von sé á tilkynningu frá sveitinni síðar. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Við erum sem sagt að flytja í nýtt húsnæði og erum að byggja og hanna rýmið og reyna að gera þetta að próper vinnuaðstöðu,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson en útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson ásamt útgáfunni Sticky Records hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að endurbótum á húsnæði í miðbænum sem hýsa mun bæði fyrirtækin. „Við byrjuðum á að rífa eitthvað niður og flota allt,“ segir Logi en auk þess að njóta dyggrar aðstoðar fagmanna í byggingabransanum hefur Logi ásamt hinum látið hendur standa fram úr ermum í framkvæmdunum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september og þá verði hafist handa við að hlaða út slögurum. Það er hins vegar ekki nóg að reisa veggi og flota gólf og leitar Logi eftir góðum ábendingum um smekklegar mublur, lampa og plastplöntur. Fyrir utan framkvæmdir og fyrirhugaða hljóðversflutninga er annars nóg um að vera hjá Loga en hann er með puttana í fjölmörgum tónlistarverkefnum. Næst á döfinni er að hita upp fyrir poppprinsinn Justin Bieber með Sturla Atlas og stuttu eftir það leggja þeir félagar land undir fót. „Nú erum við að undirbúa fyrsta Evrópugigg Sturla Atlas. Það er núna rétt eftir Bieber-ævintýrið,“ segir Logi en þá spila þeir ásamt bandarísku tónlistarkonunni Nite-Jewel í London. Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá Sturla Atlas, því stutt er síðan vefsíða tímaritsins i-D birti greinargóða úttekt á sveitinni ásamt myndbandi. Hljómsveitin Retro Stefson er svo á leið í tónleikaferð í október en sveitin fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og segir Logi að von sé á tilkynningu frá sveitinni síðar.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið