Staðalbúnaður Berglind Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá? Ég sat og barmaði mér í grátkasti eitt kvöldið, hélt að það væri af því að enginn vildi frjóvga í mér eggin en það reyndist svo vera af því að ég var að byrja á túr og hormónarnir í mér í mikilli krísu. Morguninn eftir vaknaði ég við að vera skorin með sveðju um mig miðja, eða það hélt ég. En þá var það bara slímhúðin í leginu í mér að losna á dramatískan hátt frá veggjunum og heimta athygli. Ég átti engin verkjalyf, önnur en spjald af Parkódíni sem flestir hefðu prísað sig sæla með, en ekki þetta leg. Það eina sem taflan gerði var að gera mig ófæra um að keyra í vinnuna og heiladauða það sem eftir lifði dags. Vinkonur mínar fá sumar mígreni sem er svo slæmt að þær geta ekki opnað augun, bara af því þær eru á blæðingum. Aðrar eru rúmliggjandi heilu dagana. Sumar hlaupa frjálsar um akra og þurfa ekki einu sinni að nota dömubindi því þær finna ekki fyrir því að vera á blæðingum og ég óska þeim innilega til hamingju. Fyrir okkur hinar legg ég til að tekið verði upp túrfrí þar sem konur fá einn dag í mánuði þar sem þær mega liggja í bólgueyðandi böðum og svara tölvupóstum að heiman. Eða að minnsta kosti fá viðeigandi búnað á almenningssalerni. Og vilja strákarnir fá eitthvað líka? Þið þurfið ekki að fara á túr. Verði ykkur að góðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá? Ég sat og barmaði mér í grátkasti eitt kvöldið, hélt að það væri af því að enginn vildi frjóvga í mér eggin en það reyndist svo vera af því að ég var að byrja á túr og hormónarnir í mér í mikilli krísu. Morguninn eftir vaknaði ég við að vera skorin með sveðju um mig miðja, eða það hélt ég. En þá var það bara slímhúðin í leginu í mér að losna á dramatískan hátt frá veggjunum og heimta athygli. Ég átti engin verkjalyf, önnur en spjald af Parkódíni sem flestir hefðu prísað sig sæla með, en ekki þetta leg. Það eina sem taflan gerði var að gera mig ófæra um að keyra í vinnuna og heiladauða það sem eftir lifði dags. Vinkonur mínar fá sumar mígreni sem er svo slæmt að þær geta ekki opnað augun, bara af því þær eru á blæðingum. Aðrar eru rúmliggjandi heilu dagana. Sumar hlaupa frjálsar um akra og þurfa ekki einu sinni að nota dömubindi því þær finna ekki fyrir því að vera á blæðingum og ég óska þeim innilega til hamingju. Fyrir okkur hinar legg ég til að tekið verði upp túrfrí þar sem konur fá einn dag í mánuði þar sem þær mega liggja í bólgueyðandi böðum og svara tölvupóstum að heiman. Eða að minnsta kosti fá viðeigandi búnað á almenningssalerni. Og vilja strákarnir fá eitthvað líka? Þið þurfið ekki að fara á túr. Verði ykkur að góðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu